Innlent

Hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
TF-KFF við komuna til landsins í júní 2014.
TF-KFF við komuna til landsins í júní 2014.

Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð og sakaði ekki.

Vélin, sem er að gerðinni Diamond DA20-C1 Eclipse og ber einkennisstafina TF-KFF er lítið skemmd.

Keilir er í nánum samskiptum við flugmálayfirvöld og verða frekari upplýsingar sendar út síðar að því er fram kemur í skeyti frá Keili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.