Aukning á kynferðisbrotum á Suðurnesjum: Hugsanlegt að fólk treysti sér í auknum mæli til að kæra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. ágúst 2019 13:44 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Fjörutíu og tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta eru næstum helmingi fleiri kynferðisbrot en árið á undan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að það sé aukning í brotaflokknum. Þá kunni að vera að fólk treysti sér frekar til að kæra. Árið 2017 voru 25 kynferðisbrotamál rannsökuð hjá lögreglunnu á Suðurnesjum. Í nýbirtri árskýrslu embættissins fyrir árið 2018 kemur fram að 42 kynferðisbrotamál hafi verið tilkynnt á árinu og eru það næstum helmingi fleiri brot en árið 2017. „Skýringin kann hugsanlega að liggja í því að það sé aukning í brotaflokknum. Og hugsanlega að fólk treysti sér frekar að kæra. Ég geri ráð fyrir því að fyrri skýringin sé því miður líklegri,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Í ársskýrslunni segir að rafræn gagnavarsla nýtist vel við að upplýsa kynferðisbrotamál. „Við höfum auðvitað betri aðgang að tæknilegri upplýsigum heldur en var á árum áður. Bæði upplýsingar sem hægt er er að nálgast úr símtækjum og líka hugsanlega að við höfum fleri myndavélar sem sýna ferðir almennings,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að umferðarlagabrot hafi aukist talsvert á milli ára. Árið 2017 voru skráð umferarlagabrot 1.977 en í fyrra voru þau 2.574. Hlutfall þeirra sem aka undir áhrifum ólöglegra fíknefniefna jókst mest en 193 voru teknir fyrir fíkiefnaakstur árið 2017 en 311 manns í fyrra. Ólafur Helgi segir að mikið hafi verið lagt í umferðareftirlit hjá embættinu. „Hins vegar er því ekki að neita að þegar maður horfir á þessar tölur og sér að akstur undir áhrifum fíkniefna er orðinn mun meiri en akstur undir áhrifum áfengis þá auðvitað vekur það upp ákveðinn ótta af því að það sé afleiðing af aukinni fíkniefnaneyslu í samfélaginu,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að tuttugu og einum hafi tekist að fara með ólöglegum hætti um ytri landamæri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er hlutfallið hærra en það var á síðasta ári. Grindavík Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Fjörutíu og tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta eru næstum helmingi fleiri kynferðisbrot en árið á undan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að það sé aukning í brotaflokknum. Þá kunni að vera að fólk treysti sér frekar til að kæra. Árið 2017 voru 25 kynferðisbrotamál rannsökuð hjá lögreglunnu á Suðurnesjum. Í nýbirtri árskýrslu embættissins fyrir árið 2018 kemur fram að 42 kynferðisbrotamál hafi verið tilkynnt á árinu og eru það næstum helmingi fleiri brot en árið 2017. „Skýringin kann hugsanlega að liggja í því að það sé aukning í brotaflokknum. Og hugsanlega að fólk treysti sér frekar að kæra. Ég geri ráð fyrir því að fyrri skýringin sé því miður líklegri,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Í ársskýrslunni segir að rafræn gagnavarsla nýtist vel við að upplýsa kynferðisbrotamál. „Við höfum auðvitað betri aðgang að tæknilegri upplýsigum heldur en var á árum áður. Bæði upplýsingar sem hægt er er að nálgast úr símtækjum og líka hugsanlega að við höfum fleri myndavélar sem sýna ferðir almennings,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að umferðarlagabrot hafi aukist talsvert á milli ára. Árið 2017 voru skráð umferarlagabrot 1.977 en í fyrra voru þau 2.574. Hlutfall þeirra sem aka undir áhrifum ólöglegra fíknefniefna jókst mest en 193 voru teknir fyrir fíkiefnaakstur árið 2017 en 311 manns í fyrra. Ólafur Helgi segir að mikið hafi verið lagt í umferðareftirlit hjá embættinu. „Hins vegar er því ekki að neita að þegar maður horfir á þessar tölur og sér að akstur undir áhrifum fíkniefna er orðinn mun meiri en akstur undir áhrifum áfengis þá auðvitað vekur það upp ákveðinn ótta af því að það sé afleiðing af aukinni fíkniefnaneyslu í samfélaginu,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að tuttugu og einum hafi tekist að fara með ólöglegum hætti um ytri landamæri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er hlutfallið hærra en það var á síðasta ári.
Grindavík Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira