Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Foreldar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinafræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims funda í Frakklandi um helgina. Mörg erfið mál verða á dagskrá fundarins en gestgjafinn hefur talað fyrir því að eldarnir sem nú geisa í Amasón-regnskógunum verði settir á oddinn. Talið er að hann hafi erindi sem erfiði og segja greinendur að eldarnir séu því hálfgert lán í óláni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Menningarnótt var haldin hátíðleg í Reykjavík í dag með rúmlega 250 viðburðum um alla borg. Hlauparar settu svip á daginn, rétt eins og framúrstefnulegar brauðtertur sem maður á að borða með augunum og frímúrarar - sem segjast ekki vera leyniregla. Við verðum með ítarlega umfjöllun um menningarnótt og Reykjavíkurmaraþonið og í beinni útsendingu frá miðborg Reykjavíkur.

Þá verður rætt við sérfræðing hjá Umhverfisstofnun um könnun á matarsóun Íslendinga og staðan tekin á framkvæmdum við nýja stólalyftu á Akureyri.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.