Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Foreldar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinafræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims funda í Frakklandi um helgina. Mörg erfið mál verða á dagskrá fundarins en gestgjafinn hefur talað fyrir því að eldarnir sem nú geisa í Amasón-regnskógunum verði settir á oddinn. Talið er að hann hafi erindi sem erfiði og segja greinendur að eldarnir séu því hálfgert lán í óláni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.Menningarnótt var haldin hátíðleg í Reykjavík í dag með rúmlega 250 viðburðum um alla borg. Hlauparar settu svip á daginn, rétt eins og framúrstefnulegar brauðtertur sem maður á að borða með augunum og frímúrarar - sem segjast ekki vera leyniregla. Við verðum með ítarlega umfjöllun um menningarnótt og Reykjavíkurmaraþonið og í beinni útsendingu frá miðborg Reykjavíkur.Þá verður rætt við sérfræðing hjá Umhverfisstofnun um könnun á matarsóun Íslendinga og staðan tekin á framkvæmdum við nýja stólalyftu á Akureyri.Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.