Innlent

Áttfaldi potturinn gekk út

Andri Eysteinsson skrifar
Mikið af krónum.
Mikið af krónum. Vísir/Vilhelm

Áttfaldur lottópottur sem nam rúmri 131 milljón króna skiptist jafnt milli fimm miðahafa sem höfðu heppnina með sér.

Um er að ræða stærsta lottópott í dágóðan tíma en samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri Getspá voru vinningsmiðarnir seldir á ýmsum stöðum. Einn vinningshafa var í áskrift, annar keypti miðann sinn á lotto.is, sá þriðji var seldur í Hagkaup á Akureyri.

Fjórði vinningshafinn keypti sinn miða í Happahúsinu Kringlunni sem var svo sannarlega réttnefni í þetta skiptið. Síðasti miðinn var þá keyptur í versluninni Hjá Jóhönnu í Tálknafirði.

Stóri vinningurinn skiptist því í fimm hluta og fær hver miðahafi rúmar 26 milljónir í sinn hlut.

16 fengu bónusvinninginn 86.890 krónur á mann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.