Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Lögreglan hefur tekið í notkun tugi nýrra „búkmyndavéla“ sem taka upp störf lögreglu á vettvangi. Vonir standa til að myndavélarnar hjálpi til við að afla betri sönnunargagna.

Formaður Miðflokksins biðlar jafnframt til þingflokks Sjálfstæðismanna að skipta um stefnu í málefnum þriðja orkupakkans. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir ekkert nýtt hafa komið fram sem réttlæti slíka stefnubreytingu.

Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni.

Þetta, skógareldar í Amazon, Hanar á Suðurlandi og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×