Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Lögreglan hefur tekið í notkun tugi nýrra „búkmyndavéla“ sem taka upp störf lögreglu á vettvangi. Vonir standa til að myndavélarnar hjálpi til við að afla betri sönnunargagna.

Formaður Miðflokksins biðlar jafnframt til þingflokks Sjálfstæðismanna að skipta um stefnu í málefnum þriðja orkupakkans. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir ekkert nýtt hafa komið fram sem réttlæti slíka stefnubreytingu.

Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni.

Þetta, skógareldar í Amazon, Hanar á Suðurlandi og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.