Ariana sneri aftur til Manchester til að fagna fjölbreytileikanum Sylvía Hall skrifar 26. ágúst 2019 08:41 Ariana Grande. Vísir/Getty Rúmlega tvö ár eru liðin frá því að hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp á tónleikum söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí 2017 með þeim afleiðingum að 22 létust. Í kjölfarið hélt söngkonan styrktartónleika í borginni með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum heims og var hún gerð að heiðursborgara í borginni. Á laugardag sneri söngkonan í fyrsta sinn aftur til borgarinnar eftir árásina og styrktartónleikana til þess að koma fram á gleðigöngunni þar í borg. Hún sagði það vera yfirþyrmandi að heimsækja borgina á ný og viðurkenndi að hún væri nokkuð stressuð. „Ég er svo glöð að vera með ykkur, takk fyrir að taka á móti mér. Fyrirgefið, ég er svo stressuð. Ég ætlaði að segja miklu meira en þetta er mjög yfirþyrmandi. Svo takk,“ sagði söngkonan og bætti við að borgin myndi alltaf eiga sérstakan stað í hjarta hennar. Ariana, sem er ein vinsælasta söngkona heims, söng níu lög fyrir þátttakendur göngunnar og hóf leik á laginu No Tears Left To Cry, sem var fyrsta lagið sem hún gaf út í kjölfar árásarinnar. Að sögn aðdáenda var augljóst að tónleikarnir væru tilfinningaþrungnir fyrir söngkonuna, sem virtist vera við það að bresta í grát þegar hún tók lagið. „Hún er svo sterk. Hún var til staðar fyrir okkur. Hún var til staðar fyrir hinsegin samfélagið. Hún var til staðar fyrir Manchester,“ sagði einn aðdáandi í samtali við BBC. Að hans sögn var ekki þurrt auga í fjöldanum þegar söngkonan steig á svið. Bretland England Hinsegin Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30 Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08 Fyrsta lagið eftir árásina í Manchester "No Tears Left to Cry“ er fyrsta lagið sem söngkonan Ariana Grande gefur út síðan hryðjuverkamaður sprengdi sprengju fyrir utan Manchester Arena tónleikahöllina þar sem söngkonan hélt tónleika. 20. apríl 2018 14:34 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Rúmlega tvö ár eru liðin frá því að hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp á tónleikum söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí 2017 með þeim afleiðingum að 22 létust. Í kjölfarið hélt söngkonan styrktartónleika í borginni með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum heims og var hún gerð að heiðursborgara í borginni. Á laugardag sneri söngkonan í fyrsta sinn aftur til borgarinnar eftir árásina og styrktartónleikana til þess að koma fram á gleðigöngunni þar í borg. Hún sagði það vera yfirþyrmandi að heimsækja borgina á ný og viðurkenndi að hún væri nokkuð stressuð. „Ég er svo glöð að vera með ykkur, takk fyrir að taka á móti mér. Fyrirgefið, ég er svo stressuð. Ég ætlaði að segja miklu meira en þetta er mjög yfirþyrmandi. Svo takk,“ sagði söngkonan og bætti við að borgin myndi alltaf eiga sérstakan stað í hjarta hennar. Ariana, sem er ein vinsælasta söngkona heims, söng níu lög fyrir þátttakendur göngunnar og hóf leik á laginu No Tears Left To Cry, sem var fyrsta lagið sem hún gaf út í kjölfar árásarinnar. Að sögn aðdáenda var augljóst að tónleikarnir væru tilfinningaþrungnir fyrir söngkonuna, sem virtist vera við það að bresta í grát þegar hún tók lagið. „Hún er svo sterk. Hún var til staðar fyrir okkur. Hún var til staðar fyrir hinsegin samfélagið. Hún var til staðar fyrir Manchester,“ sagði einn aðdáandi í samtali við BBC. Að hans sögn var ekki þurrt auga í fjöldanum þegar söngkonan steig á svið.
Bretland England Hinsegin Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30 Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08 Fyrsta lagið eftir árásina í Manchester "No Tears Left to Cry“ er fyrsta lagið sem söngkonan Ariana Grande gefur út síðan hryðjuverkamaður sprengdi sprengju fyrir utan Manchester Arena tónleikahöllina þar sem söngkonan hélt tónleika. 20. apríl 2018 14:34 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30
Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08
Fyrsta lagið eftir árásina í Manchester "No Tears Left to Cry“ er fyrsta lagið sem söngkonan Ariana Grande gefur út síðan hryðjuverkamaður sprengdi sprengju fyrir utan Manchester Arena tónleikahöllina þar sem söngkonan hélt tónleika. 20. apríl 2018 14:34