Prófaði uppskriftina ótrúlegu sem milljónir hafa séð: „Mesti viðbjóður sem ég hef smakkað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2019 11:15 Shay Spence og Pizzadillan. Mynd/Skjáskot Alls hafa hátt í 19 milljónir manns horft á uppskrift að djúpsteiktri „Pizzadillu“ fylltri með BBQ kjúklingi frá því að Twitter-notandinn Yashar Ali vakti athygli á henni á Twitter. Uppskriftin þykir flókin og ákvað annar Twitter-notandi að prófa að fylgja henni skref fyrir skref. Útkoman var hræðileg. Það kannast ef til vill margir við uppskriftarmyndbönd sem birt eru á Facebook þar sem sjá má skref fyrir skref hvernig elda eigi tilteknar uppskriftir. Slík myndbönd geta verið gagnleg en það sem vakti athygli netverja að þessu sinni er hversu löng uppskriftin er, og hversu mörg skref þarf að stíga áður en hægt er að leggja sér „Pizzadilluna“ til munns.Myndbandið má sjá hér að neðan.I’m calling the FBI pic.twitter.com/X2jIlJmfEt — Yashar Ali (@yashar) August 24, 2019 „Alltaf þegar ég hélt að þetta væri að klárast kom nýtt skref,“ skrifaði Natasha Bertrand, fréttamaður Politico á Twitter. Ekki skrýtið þar sem uppskriftin felur í sér að útbúa BBQ kjúklingafylltar Quesadilla sem eru skornar niður og síðan djúpsteiktar, áður en þær eru settar í ofn með osti og pepperóní og bornar fram með dill-sósu, sem þarf einnig að útbúa. Pizzadilla, sjáiði til.Spurningin sem brennur á mörgum eftir að hafa séð uppskriftina er hvort þetta sé yfir höfuð gott á bragðið. Það var spurningin sem Shay Spence ákvað að reyna að svara meðþví að fylgja uppskriftinni skref fyrir skref.Óhætt er að segja að það hafi gengið brösuglega, líkt og sjá má hér að neðan. Útkoman: Hræðileg.„Ég bjóst við því að þetta yrði gott á svona ógeðslegan hátt einhvern veginn. Blandan af sætri BBQ-sósu, pítsusósunni og dill-sósunni...sannarlega mesti viðbjóður sem ég hef borðað,“ skrifaði Spence en fyriráhugasama má nálgast uppskriftina hérPrófaði uppskriftina ótrúlegu sem milljónir hafa séð Matur Samfélagsmiðlar Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Alls hafa hátt í 19 milljónir manns horft á uppskrift að djúpsteiktri „Pizzadillu“ fylltri með BBQ kjúklingi frá því að Twitter-notandinn Yashar Ali vakti athygli á henni á Twitter. Uppskriftin þykir flókin og ákvað annar Twitter-notandi að prófa að fylgja henni skref fyrir skref. Útkoman var hræðileg. Það kannast ef til vill margir við uppskriftarmyndbönd sem birt eru á Facebook þar sem sjá má skref fyrir skref hvernig elda eigi tilteknar uppskriftir. Slík myndbönd geta verið gagnleg en það sem vakti athygli netverja að þessu sinni er hversu löng uppskriftin er, og hversu mörg skref þarf að stíga áður en hægt er að leggja sér „Pizzadilluna“ til munns.Myndbandið má sjá hér að neðan.I’m calling the FBI pic.twitter.com/X2jIlJmfEt — Yashar Ali (@yashar) August 24, 2019 „Alltaf þegar ég hélt að þetta væri að klárast kom nýtt skref,“ skrifaði Natasha Bertrand, fréttamaður Politico á Twitter. Ekki skrýtið þar sem uppskriftin felur í sér að útbúa BBQ kjúklingafylltar Quesadilla sem eru skornar niður og síðan djúpsteiktar, áður en þær eru settar í ofn með osti og pepperóní og bornar fram með dill-sósu, sem þarf einnig að útbúa. Pizzadilla, sjáiði til.Spurningin sem brennur á mörgum eftir að hafa séð uppskriftina er hvort þetta sé yfir höfuð gott á bragðið. Það var spurningin sem Shay Spence ákvað að reyna að svara meðþví að fylgja uppskriftinni skref fyrir skref.Óhætt er að segja að það hafi gengið brösuglega, líkt og sjá má hér að neðan. Útkoman: Hræðileg.„Ég bjóst við því að þetta yrði gott á svona ógeðslegan hátt einhvern veginn. Blandan af sætri BBQ-sósu, pítsusósunni og dill-sósunni...sannarlega mesti viðbjóður sem ég hef borðað,“ skrifaði Spence en fyriráhugasama má nálgast uppskriftina hérPrófaði uppskriftina ótrúlegu sem milljónir hafa séð
Matur Samfélagsmiðlar Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira