Lífið

Prófaði uppskriftina ótrúlegu sem milljónir hafa séð: „Mesti viðbjóður sem ég hef smakkað“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Shay Spence og Pizzadillan.
Shay Spence og Pizzadillan. Mynd/Skjáskot

Alls hafa hátt í 19 milljónir manns horft á uppskrift að djúpsteiktri „Pizzadillu“ fylltri með BBQ kjúklingi frá því að Twitter-notandinn Yashar Ali vakti athygli á henni á Twitter. Uppskriftin þykir flókin og ákvað annar Twitter-notandi að prófa að fylgja henni skref fyrir skref. Útkoman var hræðileg.

Það kannast ef til vill margir við uppskriftarmyndbönd sem birt eru á Facebook þar sem sjá má skref fyrir skref hvernig elda eigi tilteknar uppskriftir.

Slík myndbönd geta verið gagnleg en það sem vakti athygli netverja að þessu sinni er hversu löng uppskriftin er, og hversu mörg skref þarf að stíga áður en hægt er að leggja sér „Pizzadilluna“ til munns.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

„Alltaf þegar ég hélt að þetta væri að klárast kom nýtt skref,“ skrifaði Natasha Bertrand, fréttamaður Politico á Twitter. Ekki skrýtið þar sem uppskriftin felur í sér að útbúa BBQ kjúklingafylltar Quesadilla sem eru skornar niður og síðan djúpsteiktar, áður en þær eru settar í ofn með osti og pepperóní og bornar fram með dill-sósu, sem þarf einnig að útbúa. Pizzadilla, sjáiði til.

Spurningin sem brennur á mörgum eftir að hafa séð uppskriftina er hvort þetta sé yfir höfuð gott á bragðið. Það var spurningin sem Shay Spence ákvað að reyna að svara með því að fylgja uppskriftinni skref fyrir skref.

Óhætt er að segja að það hafi gengið brösuglega, líkt og sjá má hér að neðan. Útkoman: Hræðileg.

„Ég bjóst við því að þetta yrði gott á svona ógeðslegan hátt einhvern veginn. Blandan af sætri BBQ-sósu, pítsusósunni og dill-sósunni...sannarlega mesti viðbjóður sem ég hef borðað,“ skrifaði Spence en fyrir áhugasama má nálgast uppskriftina hérAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.