"Dauðir fuglar valda ekki hættu fyrir flugvélarnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 22:09 Flugvélin varð fyrir miklu tjóni þegar hún flaug inn í gæsager á Reykjavíkurflugvelli í dag. Myndin er af Reykjavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Sjúkraflugvél frá Mýflugi rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag. Enginn slasaðist en tveir sjúklingar voru um borð í vélinni ásamt sjúkraflutningamanni. Þá hafi talsverðar skemmdir orðið á vélinni. Þetta segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdarstjóri Mýflugs, í samtali við fréttastofu Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Leifur segir sjúklingana tvo hafa verið á leiðinni með sjúkraflugi frá Reykjavík til Akureyrar eftir að hafa þegið læknisþjónustu. Þá hafi sjúkrabílar verið sendir upp á flugvöll til að færa þá aftur á sjúkrahús. Eiginmaður annars sjúklingsins var um borð í vélinni með konu sinni og lýsti hann því í samtali við Ríkisútvarpið hvernig flugvélin hafi hrist skyndilega og fengið á sig mikið högg. Flugmennirnir hafi þá brugðist hratt við og stöðvað flugvélina. Vélin varð fyrir miklum skemmdum og segir Leifur að orðið hafi margra milljóna króna tjón sem flugfélagið þurfi að greiða. Vélin, sem er helsta sjúkraflutningavél félagsins, verði frá í nokkra daga, jafnvel vikur. Leifur segir gríðarlega hættu skapast af þeirri ofgnótt gæsa sem býr í Vatnsmýrinni og gera þurfi eitthvað svo ekki fari enn verr en gerði í dag. Hann hafi lýst áhyggjum sínum við Isavia en ekkert hafi verið gert í málunum. „Okkar gagnrýni er á það að þeir séu ekki að gera nóg. Það er mjög mikið af fuglum þegar maður er að fara í loftið þarna. Þá eru bara flotar af gæsum á milli brautanna.“ Hann segir ástandið ekki svona á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Leifur segir einu lausnina til að losna við fuglinn að skjóta hann. „Ég get lofað þér einu. Það er það að dauðir fuglar þeir valda ekki hættu fyrir flugvélarnar.“ Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Sjúkraflugvél frá Mýflugi rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag. Enginn slasaðist en tveir sjúklingar voru um borð í vélinni ásamt sjúkraflutningamanni. Þá hafi talsverðar skemmdir orðið á vélinni. Þetta segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdarstjóri Mýflugs, í samtali við fréttastofu Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Leifur segir sjúklingana tvo hafa verið á leiðinni með sjúkraflugi frá Reykjavík til Akureyrar eftir að hafa þegið læknisþjónustu. Þá hafi sjúkrabílar verið sendir upp á flugvöll til að færa þá aftur á sjúkrahús. Eiginmaður annars sjúklingsins var um borð í vélinni með konu sinni og lýsti hann því í samtali við Ríkisútvarpið hvernig flugvélin hafi hrist skyndilega og fengið á sig mikið högg. Flugmennirnir hafi þá brugðist hratt við og stöðvað flugvélina. Vélin varð fyrir miklum skemmdum og segir Leifur að orðið hafi margra milljóna króna tjón sem flugfélagið þurfi að greiða. Vélin, sem er helsta sjúkraflutningavél félagsins, verði frá í nokkra daga, jafnvel vikur. Leifur segir gríðarlega hættu skapast af þeirri ofgnótt gæsa sem býr í Vatnsmýrinni og gera þurfi eitthvað svo ekki fari enn verr en gerði í dag. Hann hafi lýst áhyggjum sínum við Isavia en ekkert hafi verið gert í málunum. „Okkar gagnrýni er á það að þeir séu ekki að gera nóg. Það er mjög mikið af fuglum þegar maður er að fara í loftið þarna. Þá eru bara flotar af gæsum á milli brautanna.“ Hann segir ástandið ekki svona á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Leifur segir einu lausnina til að losna við fuglinn að skjóta hann. „Ég get lofað þér einu. Það er það að dauðir fuglar þeir valda ekki hættu fyrir flugvélarnar.“
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira