Lífið

Leikarinn og grænkerinn Arnmundur Ernst skorar á Eyþór í sjómann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nú er spurningin hvort að Eyþór taki áskoruninni.
Nú er spurningin hvort að Eyþór taki áskoruninni. vísir/vilhelm
Leikarinn og grænkerinn Arnmundur Ernst Backman skorar á oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík, Eyþór Arnalds, í sjómann. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og deilir færslunni einnig með Facebook-hópnum Vegan Ísland.

Tilefni áskorunarinnar eru einmitt orð Eyþórs í tengslum við umræðu um grænmetisfæði í grunnskólum Reykjavíkur en Eyþór birti mynd af sér á Facebook þar sem á stóð „Kjöt“ og skrifaði meðal annars:

„En í stað þess að bæta matinn í grunnskólum ætla fulltrúar "meirihlutans" í borgarstjórn að skerða prótíninnihald fyrir reykvísk skólabörn!“

Arnmundur skrifar á Facebook-síðu sína að hann hafi verið vegan í fjögur ár, það er að segja hann hefur ekki neytt neinna dýraafurða.

„Ég skora hér með formlega á þig í sjómann og þá getum við skorið úr hvort prótínmagn í veganfæðu sé raunverulegt vandamál,“ segir Arnmundur í færslunni.






Tengdar fréttir

Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu

Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×