Innlent

Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Töluverður samdráttur hefur verið í fjölda farþega í innanlandsflugi það sem af er ári. Þannig fækkaði farþegum á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sjö mánuði ársins um 12,4 prósent.
Töluverður samdráttur hefur verið í fjölda farþega í innanlandsflugi það sem af er ári. Þannig fækkaði farþegum á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sjö mánuði ársins um 12,4 prósent. Fréttablaðið/Anton Brink
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi.

Vilhjálmur Árnason, nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði á dögunum eftir því að fundurinn yrði haldinn í kjölfar þess að flugrekstraraðilar ákváðu að draga úr flugframboði og fækka flugvélum.

Fulltrúar frá flugrekstraraðilum og ISAVIA koma fyrir nefndina á morgun.

Í skeyti frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins kemur fram að Vilhjálmur segir að brýnt sé að samgönguáætlun komi til framkvæmda sem allra fyrst.

„En þar munar helst um skosku leiðina í innanlandsflugi,“ segir Vilhjálmur en skoska leiðin felur meðal annars í sér niðurgreiðslu á innanlandsflugi fyrir íbúa á landsbyggðinni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu mála en hann segist vona að skoska leiðin verði tekin upp á næsta ári. Hann segir að fjármunirnir séu til.


Tengdar fréttir

Erfiðleikar í innanlandsflugi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent.

Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til

"Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002

Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×