Segir innri endurskoðun um rekstur grunnskóla í Reykjavík áfellisdóm Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2019 20:30 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskóla borgarinnar vera áfellisdóm yfir skólamálum í Reykjavík. Formaður skóla- og frístundaráðs segist ósammála oddvitanum en tekur þó undir gagnrýni hans á framlög til viðhalds skólahúsnæðis. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur grunnskóla var lögð fyrir skóla- og frístundaráð í fyrradag. Skýrslan verður formlega lögð fyrir borgarráð í næstu viku en var þó rædd á fundi ráðsins í dag og sagði oddviti Sjálfstæðisflokksins skýrsluna áfellisdóm. „Skýrslan er ákveðinn áfellisdómur yfir hvernig staðið er að skólamálum. Það kemur fram að framlög til skólanna eru 7% lægri en landsmeðaltal,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Nei, ég er ekki sammála því þar sem við þurfum líka að halda því til haga að framlögin til grunnskólanna hafa hækkað myndarlega á undanförnum árum. Við erum að horfa á 46% hækkun, alveg helmings hækkun framlaganna frá 2013,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Í skýrslunni eru gerðar 24 ábendingar. Meginniðurstaðan er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og fjárveitingavalds borgarinnar um hvað sé nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar. Eyþór segir of mikill hluti fjármagns fara til rangra aðila. „Stjórnsýslan og miðlæga stjórnsýslan hefur vaxið gríðarlega og kostnaður í kerfinu hefur vaxið mikið en peningarnir eiga bara að skila sér til barnanna og það er okkar hlutverk í minnihlutanum að passa upp á það af því að hinir hafa gleymt því,“ sagði Eyþór. Viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum og því orðið mjög brýnt að taka til hendinni þar. „Það voru sex skólar sem ekki voru með húsnæðismálin sín í lagi á þessu ári,“ sagði Eyþór. „Það er alveg rétt að framlög til viðhalds voru of lítil og það er bara af því að borgarsjóður hafði ekki úr meiru fjármagni að spila. En skýrslan sýnir það líka að undanfarin tvö ár hefur þessi þáttur fengið meira vægi og framlögin hafa tvöfaldast,“ sagði Skúli. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskóla borgarinnar vera áfellisdóm yfir skólamálum í Reykjavík. Formaður skóla- og frístundaráðs segist ósammála oddvitanum en tekur þó undir gagnrýni hans á framlög til viðhalds skólahúsnæðis. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur grunnskóla var lögð fyrir skóla- og frístundaráð í fyrradag. Skýrslan verður formlega lögð fyrir borgarráð í næstu viku en var þó rædd á fundi ráðsins í dag og sagði oddviti Sjálfstæðisflokksins skýrsluna áfellisdóm. „Skýrslan er ákveðinn áfellisdómur yfir hvernig staðið er að skólamálum. Það kemur fram að framlög til skólanna eru 7% lægri en landsmeðaltal,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Nei, ég er ekki sammála því þar sem við þurfum líka að halda því til haga að framlögin til grunnskólanna hafa hækkað myndarlega á undanförnum árum. Við erum að horfa á 46% hækkun, alveg helmings hækkun framlaganna frá 2013,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Í skýrslunni eru gerðar 24 ábendingar. Meginniðurstaðan er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og fjárveitingavalds borgarinnar um hvað sé nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar. Eyþór segir of mikill hluti fjármagns fara til rangra aðila. „Stjórnsýslan og miðlæga stjórnsýslan hefur vaxið gríðarlega og kostnaður í kerfinu hefur vaxið mikið en peningarnir eiga bara að skila sér til barnanna og það er okkar hlutverk í minnihlutanum að passa upp á það af því að hinir hafa gleymt því,“ sagði Eyþór. Viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum og því orðið mjög brýnt að taka til hendinni þar. „Það voru sex skólar sem ekki voru með húsnæðismálin sín í lagi á þessu ári,“ sagði Eyþór. „Það er alveg rétt að framlög til viðhalds voru of lítil og það er bara af því að borgarsjóður hafði ekki úr meiru fjármagni að spila. En skýrslan sýnir það líka að undanfarin tvö ár hefur þessi þáttur fengið meira vægi og framlögin hafa tvöfaldast,“ sagði Skúli.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira