Fótbolti

Albert á skotskónum og AZ leikur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert fagnar marki í kvöld.
Albert fagnar marki í kvöld. vísir/getty
Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar spila í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur eftir sigur í framlengdum leik gegn Royal Antwerp í kvöld.

Liðin skildu 1-1 í fyrri leiknum í Hllandi og það var AZ til happs er framherji Royal, Dieumerci Mbokani, fékk sitt annað gula spjald á 35. mínútu og þar með rautt.

Albert kom inn sem varamaður í hálfleik en það voru hins vegar heimamenn sem komust yfir á 73. mínútu með marki Didier Lamkel Ze.

Didier Lamkel Ze fékk hins vegar sitt annað gula spjald mínútu síðar og var þar með sendur í bað. Leikmenn Royal Antwerp því bara nú eftir á vellinum.

Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu venjulegs leiktíma sem AZ jafnaði og tryggði framlengingu. Það gerði Calvin Stengs á ellefu stundu.







Í framlengingunni voru ellefu menn Alkmaar sterkari. Þeir komust yfir á 96. mínútu er Ferdy Druijf, á 102. mínútu skoraði Teun Koopmeiners þriðja markið úr víti og Albert komst svo á blað er hann bætti við fjórða markinu á 113. mínútu.

Lokatölur urðu 4-1 sigur AZ í kvöld og verða þeir því í pottinum á morgun er dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×