Fótbolti

Albert á skotskónum og AZ leikur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert fagnar marki í kvöld.
Albert fagnar marki í kvöld. vísir/getty

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar spila í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur eftir sigur í framlengdum leik gegn Royal Antwerp í kvöld.

Liðin skildu 1-1 í fyrri leiknum í Hllandi og það var AZ til happs er framherji Royal, Dieumerci Mbokani, fékk sitt annað gula spjald á 35. mínútu og þar með rautt.

Albert kom inn sem varamaður í hálfleik en það voru hins vegar heimamenn sem komust yfir á 73. mínútu með marki Didier Lamkel Ze.

Didier Lamkel Ze fékk hins vegar sitt annað gula spjald mínútu síðar og var þar með sendur í bað. Leikmenn Royal Antwerp því bara nú eftir á vellinum.

Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu venjulegs leiktíma sem AZ jafnaði og tryggði framlengingu. Það gerði Calvin Stengs á ellefu stundu.

Í framlengingunni voru ellefu menn Alkmaar sterkari. Þeir komust yfir á 96. mínútu er Ferdy Druijf, á 102. mínútu skoraði Teun Koopmeiners þriðja markið úr víti og Albert komst svo á blað er hann bætti við fjórða markinu á 113. mínútu.

Lokatölur urðu 4-1 sigur AZ í kvöld og verða þeir því í pottinum á morgun er dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.