Veislan aldrei skemmtilegri en fólkið sem er í henni Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 12. ágúst 2019 06:00 Vafalaust myndast ákveðið gat á veislustjóramarkaðinum þegar Margrét eignast frumburð sinn. Fréttablaðið/Ernir Fjöllistakonan og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack stendur fyrir námskeiðum í veislustjórn í vikunni. Í mars síðastliðnum var hún uppbókuð og flestir í sama bransa sem hún beindi fólki vanalega til einnig. Í kjölfarið fékk hún þá hugmynd að bjóða upp á námskeiðin, enda uppfull um fróðleik eftir að hafa verið í skemmtanabransanum í meira en áratug.Stundum gengið eins og í sögu, stundum eins og í martröð „Ég var svolítið að lenda í að fólk var að hringja í mig í stressi að segja mér að það hefði tekið að sér veislustjórnun og hefði ekki hugmynd um hvað það ætti að gera. Það var þá fólk sem mér finnst mjög skemmtilegt og sniðugt og ég hélt að myndi alveg geta þetta,“ segir Margrét Erla um ástæðu þess að hún ákvað að bjóða upp á námskeiðin. Hún segist oft í gegnum tíðina hafa fengið spurningar tengdar veislustjórnun. „Hvað á að rukka, í hverju á að vera, hvernig er best að raða upp kvöldi. Ég er auðvitað alls ekki alvitur, en veislustjórn og skemmtanir hafa verið lifibrauð mitt síðustu fjögur árin, ég hef skemmt í frábærum og hræðilegum veislum. Allt hefur gengið eins og í sögu og eins og í martröð.“ Samskipti við eldhúsið mikilvæg Hún segist eiga alls konar sögur sem geta verið öðrum víti til varnaðar. „Samskiptin við yfirþjón og eldhús eru til að mynda lykilatriði. Ef bókaðir eru aðrir skemmtikraftar sem eru vinsælir þurfa tímasetningar að standast. Ari Eldjárn getur ekki beðið í 15 mínútur. Mér finnst líka eins og veislustjórinn sé sá sem setur sparistemninguna í veisluna.“ Margrét segist einbeita sér að veislustjórn á viðburðum tengdum fyrirtækjum, en á námskeiðinu verði líka farið út í punkta sem henta brúðkaupum, stórafmælum og ráðstefnum. „Ég myndi segja að námskeiðið henti í raun öllum þeim sem sjá fyrir sér að stýra mannamótum. En svo er líka gott að muna að veislan er aldrei skemmtilegri en fólkið sem er í henni. Það á jafnt við um veislustjórann og þá sem sitja með manni við borð.“ Pláss fyrir fleiri veislustjóra Margrét hefur verið í bransanum síðan 2007 og segir marga halda að eftir það hafi komið dýfa í skemmtibransann. „Þvert á móti. Vinnustaðir leggja mikið upp úr að halda í þessi mannamót á borð við árshátíðir, þorrablót og jólahlaðborð, því þau eru svo mikilvæg fyrir móralinn. Við sjáum það líka á fjölda viðburðafyrirtækja að fólk sækir í þjónustu þar sem er ákveðin reynsla til staðar. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda þetta námskeið er að til dæmis núna í mars síðastliðnum var ég í vandræðum að benda á fólk því ég var bókuð öll föstudags- og laugardagskvöld í þeim mánuði,“ segir Margrét Hún segir alla sem hún hafi þekkt og gat vanalega beint fólki til hafi einnig verið uppbókaða þann mánuðinn. „Það er því pláss fyrir fleiri veislustjóra og skemmtikrafta, sérstaklega sem taka að sér minni veislur, og fullt af fólki sem langar að vita hvort þetta er eitthvað sem hentar því. Það eru tvö pláss laus á námskeiðið í kvöld, mánudagskvöld, og aðeins fleiri á morgun og næsta mánudag.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Fjöllistakonan og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack stendur fyrir námskeiðum í veislustjórn í vikunni. Í mars síðastliðnum var hún uppbókuð og flestir í sama bransa sem hún beindi fólki vanalega til einnig. Í kjölfarið fékk hún þá hugmynd að bjóða upp á námskeiðin, enda uppfull um fróðleik eftir að hafa verið í skemmtanabransanum í meira en áratug.Stundum gengið eins og í sögu, stundum eins og í martröð „Ég var svolítið að lenda í að fólk var að hringja í mig í stressi að segja mér að það hefði tekið að sér veislustjórnun og hefði ekki hugmynd um hvað það ætti að gera. Það var þá fólk sem mér finnst mjög skemmtilegt og sniðugt og ég hélt að myndi alveg geta þetta,“ segir Margrét Erla um ástæðu þess að hún ákvað að bjóða upp á námskeiðin. Hún segist oft í gegnum tíðina hafa fengið spurningar tengdar veislustjórnun. „Hvað á að rukka, í hverju á að vera, hvernig er best að raða upp kvöldi. Ég er auðvitað alls ekki alvitur, en veislustjórn og skemmtanir hafa verið lifibrauð mitt síðustu fjögur árin, ég hef skemmt í frábærum og hræðilegum veislum. Allt hefur gengið eins og í sögu og eins og í martröð.“ Samskipti við eldhúsið mikilvæg Hún segist eiga alls konar sögur sem geta verið öðrum víti til varnaðar. „Samskiptin við yfirþjón og eldhús eru til að mynda lykilatriði. Ef bókaðir eru aðrir skemmtikraftar sem eru vinsælir þurfa tímasetningar að standast. Ari Eldjárn getur ekki beðið í 15 mínútur. Mér finnst líka eins og veislustjórinn sé sá sem setur sparistemninguna í veisluna.“ Margrét segist einbeita sér að veislustjórn á viðburðum tengdum fyrirtækjum, en á námskeiðinu verði líka farið út í punkta sem henta brúðkaupum, stórafmælum og ráðstefnum. „Ég myndi segja að námskeiðið henti í raun öllum þeim sem sjá fyrir sér að stýra mannamótum. En svo er líka gott að muna að veislan er aldrei skemmtilegri en fólkið sem er í henni. Það á jafnt við um veislustjórann og þá sem sitja með manni við borð.“ Pláss fyrir fleiri veislustjóra Margrét hefur verið í bransanum síðan 2007 og segir marga halda að eftir það hafi komið dýfa í skemmtibransann. „Þvert á móti. Vinnustaðir leggja mikið upp úr að halda í þessi mannamót á borð við árshátíðir, þorrablót og jólahlaðborð, því þau eru svo mikilvæg fyrir móralinn. Við sjáum það líka á fjölda viðburðafyrirtækja að fólk sækir í þjónustu þar sem er ákveðin reynsla til staðar. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda þetta námskeið er að til dæmis núna í mars síðastliðnum var ég í vandræðum að benda á fólk því ég var bókuð öll föstudags- og laugardagskvöld í þeim mánuði,“ segir Margrét Hún segir alla sem hún hafi þekkt og gat vanalega beint fólki til hafi einnig verið uppbókaða þann mánuðinn. „Það er því pláss fyrir fleiri veislustjóra og skemmtikrafta, sérstaklega sem taka að sér minni veislur, og fullt af fólki sem langar að vita hvort þetta er eitthvað sem hentar því. Það eru tvö pláss laus á námskeiðið í kvöld, mánudagskvöld, og aðeins fleiri á morgun og næsta mánudag.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira