Veislan aldrei skemmtilegri en fólkið sem er í henni Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 12. ágúst 2019 06:00 Vafalaust myndast ákveðið gat á veislustjóramarkaðinum þegar Margrét eignast frumburð sinn. Fréttablaðið/Ernir Fjöllistakonan og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack stendur fyrir námskeiðum í veislustjórn í vikunni. Í mars síðastliðnum var hún uppbókuð og flestir í sama bransa sem hún beindi fólki vanalega til einnig. Í kjölfarið fékk hún þá hugmynd að bjóða upp á námskeiðin, enda uppfull um fróðleik eftir að hafa verið í skemmtanabransanum í meira en áratug.Stundum gengið eins og í sögu, stundum eins og í martröð „Ég var svolítið að lenda í að fólk var að hringja í mig í stressi að segja mér að það hefði tekið að sér veislustjórnun og hefði ekki hugmynd um hvað það ætti að gera. Það var þá fólk sem mér finnst mjög skemmtilegt og sniðugt og ég hélt að myndi alveg geta þetta,“ segir Margrét Erla um ástæðu þess að hún ákvað að bjóða upp á námskeiðin. Hún segist oft í gegnum tíðina hafa fengið spurningar tengdar veislustjórnun. „Hvað á að rukka, í hverju á að vera, hvernig er best að raða upp kvöldi. Ég er auðvitað alls ekki alvitur, en veislustjórn og skemmtanir hafa verið lifibrauð mitt síðustu fjögur árin, ég hef skemmt í frábærum og hræðilegum veislum. Allt hefur gengið eins og í sögu og eins og í martröð.“ Samskipti við eldhúsið mikilvæg Hún segist eiga alls konar sögur sem geta verið öðrum víti til varnaðar. „Samskiptin við yfirþjón og eldhús eru til að mynda lykilatriði. Ef bókaðir eru aðrir skemmtikraftar sem eru vinsælir þurfa tímasetningar að standast. Ari Eldjárn getur ekki beðið í 15 mínútur. Mér finnst líka eins og veislustjórinn sé sá sem setur sparistemninguna í veisluna.“ Margrét segist einbeita sér að veislustjórn á viðburðum tengdum fyrirtækjum, en á námskeiðinu verði líka farið út í punkta sem henta brúðkaupum, stórafmælum og ráðstefnum. „Ég myndi segja að námskeiðið henti í raun öllum þeim sem sjá fyrir sér að stýra mannamótum. En svo er líka gott að muna að veislan er aldrei skemmtilegri en fólkið sem er í henni. Það á jafnt við um veislustjórann og þá sem sitja með manni við borð.“ Pláss fyrir fleiri veislustjóra Margrét hefur verið í bransanum síðan 2007 og segir marga halda að eftir það hafi komið dýfa í skemmtibransann. „Þvert á móti. Vinnustaðir leggja mikið upp úr að halda í þessi mannamót á borð við árshátíðir, þorrablót og jólahlaðborð, því þau eru svo mikilvæg fyrir móralinn. Við sjáum það líka á fjölda viðburðafyrirtækja að fólk sækir í þjónustu þar sem er ákveðin reynsla til staðar. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda þetta námskeið er að til dæmis núna í mars síðastliðnum var ég í vandræðum að benda á fólk því ég var bókuð öll föstudags- og laugardagskvöld í þeim mánuði,“ segir Margrét Hún segir alla sem hún hafi þekkt og gat vanalega beint fólki til hafi einnig verið uppbókaða þann mánuðinn. „Það er því pláss fyrir fleiri veislustjóra og skemmtikrafta, sérstaklega sem taka að sér minni veislur, og fullt af fólki sem langar að vita hvort þetta er eitthvað sem hentar því. Það eru tvö pláss laus á námskeiðið í kvöld, mánudagskvöld, og aðeins fleiri á morgun og næsta mánudag.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Fjöllistakonan og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack stendur fyrir námskeiðum í veislustjórn í vikunni. Í mars síðastliðnum var hún uppbókuð og flestir í sama bransa sem hún beindi fólki vanalega til einnig. Í kjölfarið fékk hún þá hugmynd að bjóða upp á námskeiðin, enda uppfull um fróðleik eftir að hafa verið í skemmtanabransanum í meira en áratug.Stundum gengið eins og í sögu, stundum eins og í martröð „Ég var svolítið að lenda í að fólk var að hringja í mig í stressi að segja mér að það hefði tekið að sér veislustjórnun og hefði ekki hugmynd um hvað það ætti að gera. Það var þá fólk sem mér finnst mjög skemmtilegt og sniðugt og ég hélt að myndi alveg geta þetta,“ segir Margrét Erla um ástæðu þess að hún ákvað að bjóða upp á námskeiðin. Hún segist oft í gegnum tíðina hafa fengið spurningar tengdar veislustjórnun. „Hvað á að rukka, í hverju á að vera, hvernig er best að raða upp kvöldi. Ég er auðvitað alls ekki alvitur, en veislustjórn og skemmtanir hafa verið lifibrauð mitt síðustu fjögur árin, ég hef skemmt í frábærum og hræðilegum veislum. Allt hefur gengið eins og í sögu og eins og í martröð.“ Samskipti við eldhúsið mikilvæg Hún segist eiga alls konar sögur sem geta verið öðrum víti til varnaðar. „Samskiptin við yfirþjón og eldhús eru til að mynda lykilatriði. Ef bókaðir eru aðrir skemmtikraftar sem eru vinsælir þurfa tímasetningar að standast. Ari Eldjárn getur ekki beðið í 15 mínútur. Mér finnst líka eins og veislustjórinn sé sá sem setur sparistemninguna í veisluna.“ Margrét segist einbeita sér að veislustjórn á viðburðum tengdum fyrirtækjum, en á námskeiðinu verði líka farið út í punkta sem henta brúðkaupum, stórafmælum og ráðstefnum. „Ég myndi segja að námskeiðið henti í raun öllum þeim sem sjá fyrir sér að stýra mannamótum. En svo er líka gott að muna að veislan er aldrei skemmtilegri en fólkið sem er í henni. Það á jafnt við um veislustjórann og þá sem sitja með manni við borð.“ Pláss fyrir fleiri veislustjóra Margrét hefur verið í bransanum síðan 2007 og segir marga halda að eftir það hafi komið dýfa í skemmtibransann. „Þvert á móti. Vinnustaðir leggja mikið upp úr að halda í þessi mannamót á borð við árshátíðir, þorrablót og jólahlaðborð, því þau eru svo mikilvæg fyrir móralinn. Við sjáum það líka á fjölda viðburðafyrirtækja að fólk sækir í þjónustu þar sem er ákveðin reynsla til staðar. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda þetta námskeið er að til dæmis núna í mars síðastliðnum var ég í vandræðum að benda á fólk því ég var bókuð öll föstudags- og laugardagskvöld í þeim mánuði,“ segir Margrét Hún segir alla sem hún hafi þekkt og gat vanalega beint fólki til hafi einnig verið uppbókaða þann mánuðinn. „Það er því pláss fyrir fleiri veislustjóra og skemmtikrafta, sérstaklega sem taka að sér minni veislur, og fullt af fólki sem langar að vita hvort þetta er eitthvað sem hentar því. Það eru tvö pláss laus á námskeiðið í kvöld, mánudagskvöld, og aðeins fleiri á morgun og næsta mánudag.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira