Erlent

Forsetinn alls ekki látinn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Gurbanguly Berdymukhamedov, hér með Medvedev, forsætisráðherra Rússa, í gær.
Gurbanguly Berdymukhamedov, hér með Medvedev, forsætisráðherra Rússa, í gær. Fréttablaðið/EPA

Gurbanguly Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistans, er ekki látinn. Þetta fékkst staðfest í gær þegar hann sótti efnahagsmálaráðstefnu í túrkmenska bænum Avaza við Kaspíahaf ásamt forsætisráðherrum Aserbaísjans, Kasakstans, Rússlands og varaforseta Írans.

Hávær orðrómur hefur verið á kreiki að undanförnu um andlát forsetans. Samkvæmt breska ríkis­útvarpinu átti hann líklega uppruna sinn hjá litlum, túrkmenskum stjórnarandstöðumiðli en fréttin rataði einnig í miðla á rússnesku í ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum.

Túrkmenski ríkismiðillinn Watan Habarlary birti í kjölfarið myndefni þar sem sjá mátti Berdymukham­edov á hestbaki, í rallíbíl og á skotsvæði. Þar sem ekki var hægt að greina hvenær myndböndin voru tekin upp og vegna þess hversu takmarkað fjölmiðlafrelsi er í Túrkmenistan, samkvæmt Blaðamönnum án landamæra það minnsta í heiminum, lifði orðrómurinn hins vegar enn. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.