Innlent

Rannsaka umfang matarsóunar á Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Matarsóun á Íslandi er gríðarleg og engu minni en í öðrum Evrópulöndum.
Matarsóun á Íslandi er gríðarleg og engu minni en í öðrum Evrópulöndum. Vísir/Getty

Umhverfisstofnun hefur afráðið að hrinda af stað ítarlegri rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi árið 2019.

Í næstu viku verður byrjað að hringja út til ríflega 1.000 heimila sem lenda í slembiúrtaki og heimilisfólk beðið að taka þátt í rannsókninni. Þátttakendur verða beðnir að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku og skrá inn í gagnagátt sem vistuð er á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Síðar verður hringt í fyrirtæki, einnig skv. slembivali. Gallup sér um úthringingarnar.

Umhverfisstofnun vonar að sem flestir sjái sér þess kost að taka þátt í rannsókninni, því góð þátttaka er forsenda þess að áreiðanlegar upplýsingar fáist um umfang matarsóunar hér á landi. Geta má þess að Umhverfisstofnun stóð fyrir sambærilegri rannsókn árið 2016.

Matarsóunarrannsóknin er gerð með styrk frá Evrópsku hagstofunni (EUROSTAT). Tilgangurinn er að afla hagtalna um umfang matarsóunar á Íslandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.