Tímapantanir í skimun vegna krabbameins margfaldast Sighvatur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 12:00 Deildarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu segir að aukin notkun samfélagsmiðla við markaðsstarf hafi þau áhrif að fleiri konur en áður óska eftir skoðun. Getty/Dan Kitwood Tímapantanir í skimun vegna krabbameins hafa margfaldast hjá Krabbameinsfélaginu. Deildarstjóri leitarstöðvar félagsins segir að tilraunaverkefni sé að skila árangri, þar sem konum sem koma í fyrsta sinn er boðin gjaldfrjáls skoðun. Krabbameinsfélag Íslands boðar konur á aldrinum 23-65 ára í leghálsskimun á þriggja ára fresti. 40-69 ára konur eru boðaðar í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að 800 tölvupóstar hafi beðið starfsmanna eftir fjögurra vikna sumarfrí, stærstur hluti þeirra hafi verið vegna tímapantana. Vanalega hafi póstar vegna tímapantana verið á bilinu 2-300 eftir sumarfrí starfsmanna. Halldóra segir þetta vera í takti við að þátttaka í skimun hafi verið betri síðustu mánuði en áður.Konur eru greinilega að taka við sér og átta sig á því hvað það er mikilvægt að mæta í skimun. „Það hefur verið heilmikil umfjöllun í fjölmiðlum um starfið hér og annað slíkt. Við höfum líka verið að auglýsa grimmt. Það virðist vera að skila sér. Hann hefur margfaldast fjöldinn þar sem konur eru að óska eftir tímum í skimun hjá okkur.“Boð um gjaldfrjálsa skoðun skilar árangri Tilraunaverkefni var sett á laggirnar fyrr á árinu til að bregðast við því að yngri konur mættu síður í skoðun en þær eldri. Fyrstu árgöngum er boðið upp á gjaldfrjálsa skoðun. Annars vegar er konum sem verða 23 ára á árinu boðið í sína fyrstu leghálsskimun og hins vegar er konum sem verða fertugar á árinu boðið í fyrstu brjóstamyndatökuna. „Við sjáum það strax, án þess að geta tekið það algjörlega út, en svo sannarlega hefur fjöldi skoðana kvenna í þessum árgöngum aukist mikið frá því sem hefur verið,“ segir Halldóra.Eruð þið farin að nálgast fólk með öðrum hætti en með gömlu góðu bréfunum? „Já, boðsbréfin eru ennþá send út í bréfpósti. Hins vegar erum við farin að nota samfélagsmiðla miklu meira en verið hefur áður til þess að auglýsa okkur. Konur sem eru á þessum ákveðna aldri fá skilaboð inn á samfélagsmiðlana sína.“ Um þriggja vikna bið er eftir leghálsskimun. Lengri bið er yfirleitt eftir brjóstamyndatöku. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að reynt verði að bæta við tímum eftir þörfum. Hún bendir konum á að hafa samband til að kanna hvort tímar losni fyrr. Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Tímapantanir í skimun vegna krabbameins hafa margfaldast hjá Krabbameinsfélaginu. Deildarstjóri leitarstöðvar félagsins segir að tilraunaverkefni sé að skila árangri, þar sem konum sem koma í fyrsta sinn er boðin gjaldfrjáls skoðun. Krabbameinsfélag Íslands boðar konur á aldrinum 23-65 ára í leghálsskimun á þriggja ára fresti. 40-69 ára konur eru boðaðar í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að 800 tölvupóstar hafi beðið starfsmanna eftir fjögurra vikna sumarfrí, stærstur hluti þeirra hafi verið vegna tímapantana. Vanalega hafi póstar vegna tímapantana verið á bilinu 2-300 eftir sumarfrí starfsmanna. Halldóra segir þetta vera í takti við að þátttaka í skimun hafi verið betri síðustu mánuði en áður.Konur eru greinilega að taka við sér og átta sig á því hvað það er mikilvægt að mæta í skimun. „Það hefur verið heilmikil umfjöllun í fjölmiðlum um starfið hér og annað slíkt. Við höfum líka verið að auglýsa grimmt. Það virðist vera að skila sér. Hann hefur margfaldast fjöldinn þar sem konur eru að óska eftir tímum í skimun hjá okkur.“Boð um gjaldfrjálsa skoðun skilar árangri Tilraunaverkefni var sett á laggirnar fyrr á árinu til að bregðast við því að yngri konur mættu síður í skoðun en þær eldri. Fyrstu árgöngum er boðið upp á gjaldfrjálsa skoðun. Annars vegar er konum sem verða 23 ára á árinu boðið í sína fyrstu leghálsskimun og hins vegar er konum sem verða fertugar á árinu boðið í fyrstu brjóstamyndatökuna. „Við sjáum það strax, án þess að geta tekið það algjörlega út, en svo sannarlega hefur fjöldi skoðana kvenna í þessum árgöngum aukist mikið frá því sem hefur verið,“ segir Halldóra.Eruð þið farin að nálgast fólk með öðrum hætti en með gömlu góðu bréfunum? „Já, boðsbréfin eru ennþá send út í bréfpósti. Hins vegar erum við farin að nota samfélagsmiðla miklu meira en verið hefur áður til þess að auglýsa okkur. Konur sem eru á þessum ákveðna aldri fá skilaboð inn á samfélagsmiðlana sína.“ Um þriggja vikna bið er eftir leghálsskimun. Lengri bið er yfirleitt eftir brjóstamyndatöku. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að reynt verði að bæta við tímum eftir þörfum. Hún bendir konum á að hafa samband til að kanna hvort tímar losni fyrr.
Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira