Fótbolti

Íslendingaliðin komust áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi kom inn á sem varamaður gegn Zrinski í dag.
Arnór Ingvi kom inn á sem varamaður gegn Zrinski í dag. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason lék síðustu 22 mínúturnar þegar Malmö tapaði fyrir Zrinski frá Bosníu, 1-0, í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.

Tapið kom ekki að sök því Malmö vann fyrri leikinn, 3-0. Sænska liðið mætir Bnei Yehuda frá Ísrael í umspilinu.

AIK er líka komið áfram eftir 1-1 jafntefli við Sheriff Tiraspol frá Moldóvu. AIK vann fyrri leikinn, 2-1, og einvígið, 3-2 samanlagt.

Kolbeinn Sigþórsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá AIK sem mætir Celtic í umspilinu.

Willum Þór Willumsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar BATE Borisov gerði markalaust jafntefli við Sarajevo frá Bosníu á heimavelli.

BATE vann fyrri leikinn 2-1 og er komið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×