Stendur á fimmtugu og fagnar með afmælisbúbli Davíð Stefánsson skrifar 16. ágúst 2019 08:00 Valur hefur hlotið mörg verðlaun og tilnefningar FBL/ERNIR Leikarinn Valur Freyr Einarsson er flestum Íslendingum að góðu kunnur úr ótal bíómyndum, sjónvarpsþáttum og leikritum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann ætlar að fagna með vinum og vandamönnum í tilefni dagsins og bjóða upp Valur Freyr fæddist þann 16. ágúst árið 1969, yngstur fimm bræðra. Fyrstu tvö árin bjó hann í Fossvoginum í Reykjavík en fjölskylda hans flutti síðan í Garðabæ. Eftir grunnskóla fylgdi hann eldri bróður sínum í Menntaskólann í Reykjavík og stefndi á læknisfræði við Háskóla Íslands. En á menntaskólaárunum fékk hann áhuga á íslensku og bókmenntum. Eftir að hafa tekið virkan þátt í Herranótt, leiklistarfélagi MR, fór hugurinn að leita á önnur mið og leiklistin togaði í hann. Á grunnskólaárunum í Flataskóla í Garðabæ lék Valur kotbóndann Jón í leikritinu Gullna hliðið. Það breytti miklu, því þá fékk hann í fyrsta sinn þá tilfinningu að leiklist væri skemmtilegt fyrirbæri. „Við mamma hlustuðum á Útvarpsleikshúsið í útvarpinu öll fimmtudagskvöld og ég sat alveg límdur yfir því,“ segir Valur. Valur nam leiklist við Manchester Metropolitan School of Theatre og útskrifaðist árið 1995. Frá útskrift hefur hann einkum starfað í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann er annar stofnenda CommonNonsense sem hefur framleitt leikhúsverkefni frá árinu 2001, meðal annars verkin Forðist okkur, Tengdó og Dagbók jazzsöngvarans. Meðal verkefna Vals í Borgarleikhúsinu má nefna söngleikinn Litlu hryllingsbúðina, Elsku barn, Tengdó, Dúkkuheimili, Njálu, Mamma Mia!, 1984 og Himnaríki og helvíti. Hann hefur leikstýrt í Þjóðleikhúsinu og skrifað þrjú verk sem hafa verið sýnd í atvinnuleikhúsi. Valur hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta, stuttmynda og kvikmynda. Má þar nefna Vonarstræti, Undir trénu, Hæ Gosi 3 og Ófærð 2. Auk þess hefur hann talað inn á tugi mynda og sjónvarpsþátta. Í gegnum árin hefur Valur hlotið mörg verðlaun og tilnefningar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik í bæði Tengdó og 1984 og árið 2012 var hann valinn leikskáld ársins. Hann hefur einnig hlotið Grímutilnefningar fyrir leik í Heddu Gabler, Dúkkuheimili og einleiknum Allt sem er frábært. „Leiklistin er langhlaup,“ segir Valur. „Maður lærir af mistökum og þroskast, bæði sem manneskja og listamaður. Þetta þarf að fara saman og er mikil vinna. Ekkert er fyrirhafnarlaust.“ Eiginkona Vals er Ilmur Stefánsdóttir, myndlistarkona og leikmyndahönnuður. „Við hittumst á nýársdansleik á Borginni sálugu um áramótin 1991 til 1992. Þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Valur og bætir við að sú ást hafi haldið. Þau eiga saman fjögur börn, Sölku 24 ára, Ísak 22 ára, Gretti 17 ára og Grímu 14 ára. Valur segir ómetanlegt að eiga skilningsríkan og þolinmóðan maka og fjölskyldu. „Þetta starf veldur stundum álagi á fjölskylduna. Ég er mikið að heiman á kvöldin og um helgar í vinnu, sem reynir á, bæði tilfinningalega og líkamlega,“ segir hann.Hvað með áhugamál? „Þau eru flest tengd listum, leikhúsið, myndlist og tónlist og svo horfir maður á milli fingra sér á Arsenal í enska boltanum. Skíði eru í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni og önnur góð samvera.“Hvað á að gera í tilefni dagsins? „Ég verð með 50 ára „afmælisbúbl“ heima ef veður leyfir. Ég er að vonast til að fá vini mína og vandamenn til að skála við mig í tilefni dagsins. Þetta verður afslappaður, brosandi föstudagsbröns með búbli og berjum, kaffi og djús, döðlum og blöðrum en fyrst og fremst frábærum vinum,“ segir afmælisbarnið brosandi. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Tímamót Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Leikarinn Valur Freyr Einarsson er flestum Íslendingum að góðu kunnur úr ótal bíómyndum, sjónvarpsþáttum og leikritum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann ætlar að fagna með vinum og vandamönnum í tilefni dagsins og bjóða upp Valur Freyr fæddist þann 16. ágúst árið 1969, yngstur fimm bræðra. Fyrstu tvö árin bjó hann í Fossvoginum í Reykjavík en fjölskylda hans flutti síðan í Garðabæ. Eftir grunnskóla fylgdi hann eldri bróður sínum í Menntaskólann í Reykjavík og stefndi á læknisfræði við Háskóla Íslands. En á menntaskólaárunum fékk hann áhuga á íslensku og bókmenntum. Eftir að hafa tekið virkan þátt í Herranótt, leiklistarfélagi MR, fór hugurinn að leita á önnur mið og leiklistin togaði í hann. Á grunnskólaárunum í Flataskóla í Garðabæ lék Valur kotbóndann Jón í leikritinu Gullna hliðið. Það breytti miklu, því þá fékk hann í fyrsta sinn þá tilfinningu að leiklist væri skemmtilegt fyrirbæri. „Við mamma hlustuðum á Útvarpsleikshúsið í útvarpinu öll fimmtudagskvöld og ég sat alveg límdur yfir því,“ segir Valur. Valur nam leiklist við Manchester Metropolitan School of Theatre og útskrifaðist árið 1995. Frá útskrift hefur hann einkum starfað í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann er annar stofnenda CommonNonsense sem hefur framleitt leikhúsverkefni frá árinu 2001, meðal annars verkin Forðist okkur, Tengdó og Dagbók jazzsöngvarans. Meðal verkefna Vals í Borgarleikhúsinu má nefna söngleikinn Litlu hryllingsbúðina, Elsku barn, Tengdó, Dúkkuheimili, Njálu, Mamma Mia!, 1984 og Himnaríki og helvíti. Hann hefur leikstýrt í Þjóðleikhúsinu og skrifað þrjú verk sem hafa verið sýnd í atvinnuleikhúsi. Valur hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta, stuttmynda og kvikmynda. Má þar nefna Vonarstræti, Undir trénu, Hæ Gosi 3 og Ófærð 2. Auk þess hefur hann talað inn á tugi mynda og sjónvarpsþátta. Í gegnum árin hefur Valur hlotið mörg verðlaun og tilnefningar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik í bæði Tengdó og 1984 og árið 2012 var hann valinn leikskáld ársins. Hann hefur einnig hlotið Grímutilnefningar fyrir leik í Heddu Gabler, Dúkkuheimili og einleiknum Allt sem er frábært. „Leiklistin er langhlaup,“ segir Valur. „Maður lærir af mistökum og þroskast, bæði sem manneskja og listamaður. Þetta þarf að fara saman og er mikil vinna. Ekkert er fyrirhafnarlaust.“ Eiginkona Vals er Ilmur Stefánsdóttir, myndlistarkona og leikmyndahönnuður. „Við hittumst á nýársdansleik á Borginni sálugu um áramótin 1991 til 1992. Þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Valur og bætir við að sú ást hafi haldið. Þau eiga saman fjögur börn, Sölku 24 ára, Ísak 22 ára, Gretti 17 ára og Grímu 14 ára. Valur segir ómetanlegt að eiga skilningsríkan og þolinmóðan maka og fjölskyldu. „Þetta starf veldur stundum álagi á fjölskylduna. Ég er mikið að heiman á kvöldin og um helgar í vinnu, sem reynir á, bæði tilfinningalega og líkamlega,“ segir hann.Hvað með áhugamál? „Þau eru flest tengd listum, leikhúsið, myndlist og tónlist og svo horfir maður á milli fingra sér á Arsenal í enska boltanum. Skíði eru í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni og önnur góð samvera.“Hvað á að gera í tilefni dagsins? „Ég verð með 50 ára „afmælisbúbl“ heima ef veður leyfir. Ég er að vonast til að fá vini mína og vandamenn til að skála við mig í tilefni dagsins. Þetta verður afslappaður, brosandi föstudagsbröns með búbli og berjum, kaffi og djús, döðlum og blöðrum en fyrst og fremst frábærum vinum,“ segir afmælisbarnið brosandi.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Tímamót Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira