Áföll eru ekki alltaf skyndilegir atburðir Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 17. ágúst 2019 10:00 Sara segir fólk oft ekki átta sig á því hvaða atvik eða reynsla valdi því að fólk upplifi vanlíðan. Fréttablaðið/Valli Sara Oddsdóttir er menntuð sem lögfræðingur, en býður nú upp á andlega leiðsögn í Sólum jógastúdíói. Sara hefur alltaf haft mikinn áhuga á mannlegri breytni og af hverju við tökum þær ákvarðanir sem við tökum. Hún ætlar að leggja stund á markþjálfun í HR í haust. „Fólk pantar sem sagt einkatíma hjá mér og þetta er í raun samtalsmeðferð. Fólk sem kemur til mín er flest búið að vera í einhverri sjálfsvinnu, en finnst eitthvað vanta. Mitt hlutverk er að aðstoða það í að finna hvað það er, þá oft með því að skoða fortíð þess. Oft á fólk erfitt með að átta sig á því hvað er nákvæmlega að orsaka vanlíðanina,“ segir Sara. Hún segir oft vera um að ræða einstaklinga sem eru búnir að leita einhverra ráða en eru samt sem áður á einhvern hátt fastir í því að líða ekki nógu vel. „Vandinn getur verið alls konar og ólíkir hlutir að plaga fólk. Það getur til dæmis verið eitthvað úr æsku sem fólk hreinlega áttar sig ekki á að sé að hafa þessi áhrif. Mér finnst það oftar en ekki vera eitthvað gamalt óuppgert úr æsku en einstaklingarnir átta sig einfaldlega ekki á því að það sé rót vandans.“ Sara segir fólk oft ekki tengja við eða átta sig á áhrifunum. „Áföll eru líka ekki alltaf skyndilegir atburðir, heldur einnig endurteknir atburðir sem við myndum ekki flokka sem áfall því ef þeir kæmu fyrir einu sinni, jafnvel nokkrum sinnum, í æsku myndu þeir ekki hafa áhrif á okkur.“ Að sögn Söru hafa ótti og skömm mikil áhrif á það hvernig fólk tekur á málunum. „Ótti og skömm verða stundum ráðandi einkenni við ákvarðanatöku. Við þróum með okkur neikvætt hegðunarmunstur, sem við erum hugsanlega meðvituð um, en kunnum ekki segja skilið við,“ segir Sara. Hún segist reyna að aðstoða fólk við að finna af hverju þetta stafar, og margt fólk upplifi þessa tómleikatilfinningu þrátt fyrir velgengni á ýmsum sviðum. „Þess vegna er mikilvægt að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvort þessi vanlíðan okkar stafi hugsanlega af einhverjum slíkum endurteknum atvikum. Atvikum sem hafa verið að móta okkur í langan tíma og koma í veg fyrir að við getum stigið að fullu inn í verðleika okkar.“ Sara segir skort á kærleika, nánd og umhyggju í æsku geta orðið til þess að fólk telji sig ekki eiga betra skilið. „Þá er ég ekki endilega að tala um heimili þar sem ríkir stríðsástand eða mikil óregla, heldur eins og sumir myndu segja: bara dæmigert heimili, mamma og pabbi voru að vinna allan daginn og við systkinin þurftum bara að sjá um okkur sjálf. Allir hafa þörf fyrir að aðrir sjái þá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Sara Oddsdóttir er menntuð sem lögfræðingur, en býður nú upp á andlega leiðsögn í Sólum jógastúdíói. Sara hefur alltaf haft mikinn áhuga á mannlegri breytni og af hverju við tökum þær ákvarðanir sem við tökum. Hún ætlar að leggja stund á markþjálfun í HR í haust. „Fólk pantar sem sagt einkatíma hjá mér og þetta er í raun samtalsmeðferð. Fólk sem kemur til mín er flest búið að vera í einhverri sjálfsvinnu, en finnst eitthvað vanta. Mitt hlutverk er að aðstoða það í að finna hvað það er, þá oft með því að skoða fortíð þess. Oft á fólk erfitt með að átta sig á því hvað er nákvæmlega að orsaka vanlíðanina,“ segir Sara. Hún segir oft vera um að ræða einstaklinga sem eru búnir að leita einhverra ráða en eru samt sem áður á einhvern hátt fastir í því að líða ekki nógu vel. „Vandinn getur verið alls konar og ólíkir hlutir að plaga fólk. Það getur til dæmis verið eitthvað úr æsku sem fólk hreinlega áttar sig ekki á að sé að hafa þessi áhrif. Mér finnst það oftar en ekki vera eitthvað gamalt óuppgert úr æsku en einstaklingarnir átta sig einfaldlega ekki á því að það sé rót vandans.“ Sara segir fólk oft ekki tengja við eða átta sig á áhrifunum. „Áföll eru líka ekki alltaf skyndilegir atburðir, heldur einnig endurteknir atburðir sem við myndum ekki flokka sem áfall því ef þeir kæmu fyrir einu sinni, jafnvel nokkrum sinnum, í æsku myndu þeir ekki hafa áhrif á okkur.“ Að sögn Söru hafa ótti og skömm mikil áhrif á það hvernig fólk tekur á málunum. „Ótti og skömm verða stundum ráðandi einkenni við ákvarðanatöku. Við þróum með okkur neikvætt hegðunarmunstur, sem við erum hugsanlega meðvituð um, en kunnum ekki segja skilið við,“ segir Sara. Hún segist reyna að aðstoða fólk við að finna af hverju þetta stafar, og margt fólk upplifi þessa tómleikatilfinningu þrátt fyrir velgengni á ýmsum sviðum. „Þess vegna er mikilvægt að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvort þessi vanlíðan okkar stafi hugsanlega af einhverjum slíkum endurteknum atvikum. Atvikum sem hafa verið að móta okkur í langan tíma og koma í veg fyrir að við getum stigið að fullu inn í verðleika okkar.“ Sara segir skort á kærleika, nánd og umhyggju í æsku geta orðið til þess að fólk telji sig ekki eiga betra skilið. „Þá er ég ekki endilega að tala um heimili þar sem ríkir stríðsástand eða mikil óregla, heldur eins og sumir myndu segja: bara dæmigert heimili, mamma og pabbi voru að vinna allan daginn og við systkinin þurftum bara að sjá um okkur sjálf. Allir hafa þörf fyrir að aðrir sjái þá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira