Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. ágúst 2019 12:00 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Kennsla hefst í skólanum í næstu viku. Mynd/FB Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. Mistökin uppgötvuðust um leið og tölvupóstur umsjónarkennara við skólann hafði verið sendur út til nemenda og segir Elvar Jónsson, starfandi skólameistari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti að strax hafi verið brugðist við. „Þetta eru bara mannleg mistök þar sem að vitlaust skjal fer í viðhengi frá umsjónarkennara. Við erum í býsna öflugu ferli núna að innleiða ný persónuverndarlög og njótum þar sérfræðiaðstoðar og við munum setja það inn í það ferli að reyna með öllum hætti að fyrirbyggja að þetta geti gerst,“ segir Elvar. Gögnin sem send voru út snerta tuttugu nema við skólann og voru send á aðra tuttugu nema sem eru að hefja skólagöngu við skólann í haust. Gögnin innihéldu meðal annars upplýsingar um mætingu og líðan nemenda. „Þetta eru gögn út viðtölum umsjónarkennara en þarna eru ekki kennitölur eða full nöfn en vissulega fornöfn og í einhverjum tilfellum millinöfn og hluti af þessum upplýsingum geta vissulega talist viðkvæmar persónuupplýsingar en málið er núna hjá Persónuvernd þar sem að við tilkynntum þennan öryggisbrest strax,“ segir Elvar. Strax var haft samband við alla hlutaðeigandi í málinu og þeir sem höfðu fengið póstinn beðnir um að eyða honum. Þá var einnig haft samband við þá sem gögnin vörðuðu. „Við höfðum samband við alla þá sem gögnin varðaði um, alla sem við náðum í símleiðis og ræddum málin við þá og fórum yfir stöðuna og fengum, að ég held að sé óhætt að segja heilt yfir, hlý og góð viðbrögð og skilning á þessu og fólk var ánægt að fá svona persónulegt viðtal strax um málið,“ segir Elvar. Elvar getur ekki svarað því hvort málið mun hafa einhverjar afleiðingar. „Ég á ekkert frekar von á því en auðvitað er það alveg réttur fólks að gera slík og ég virði hann að sjálfsögðu,“ segir Elvar. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. Mistökin uppgötvuðust um leið og tölvupóstur umsjónarkennara við skólann hafði verið sendur út til nemenda og segir Elvar Jónsson, starfandi skólameistari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti að strax hafi verið brugðist við. „Þetta eru bara mannleg mistök þar sem að vitlaust skjal fer í viðhengi frá umsjónarkennara. Við erum í býsna öflugu ferli núna að innleiða ný persónuverndarlög og njótum þar sérfræðiaðstoðar og við munum setja það inn í það ferli að reyna með öllum hætti að fyrirbyggja að þetta geti gerst,“ segir Elvar. Gögnin sem send voru út snerta tuttugu nema við skólann og voru send á aðra tuttugu nema sem eru að hefja skólagöngu við skólann í haust. Gögnin innihéldu meðal annars upplýsingar um mætingu og líðan nemenda. „Þetta eru gögn út viðtölum umsjónarkennara en þarna eru ekki kennitölur eða full nöfn en vissulega fornöfn og í einhverjum tilfellum millinöfn og hluti af þessum upplýsingum geta vissulega talist viðkvæmar persónuupplýsingar en málið er núna hjá Persónuvernd þar sem að við tilkynntum þennan öryggisbrest strax,“ segir Elvar. Strax var haft samband við alla hlutaðeigandi í málinu og þeir sem höfðu fengið póstinn beðnir um að eyða honum. Þá var einnig haft samband við þá sem gögnin vörðuðu. „Við höfðum samband við alla þá sem gögnin varðaði um, alla sem við náðum í símleiðis og ræddum málin við þá og fórum yfir stöðuna og fengum, að ég held að sé óhætt að segja heilt yfir, hlý og góð viðbrögð og skilning á þessu og fólk var ánægt að fá svona persónulegt viðtal strax um málið,“ segir Elvar. Elvar getur ekki svarað því hvort málið mun hafa einhverjar afleiðingar. „Ég á ekkert frekar von á því en auðvitað er það alveg réttur fólks að gera slík og ég virði hann að sjálfsögðu,“ segir Elvar.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15