Fótbolti

Stórsigrar hjá íslensku þjálfurunum í Færeyjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir hans Guðjóns endurheimtu toppsætið.
Strákarnir hans Guðjóns endurheimtu toppsætið. vísir/daníel rúnarsson
NSÍ Runavík, sem Guðjón Þórðarson stýrir, komst aftur á topp færeysku úrvalsdeildarinnar með 1-5 útisigri á AB Argir í dag.B36 Þórshöfn komst um stundarsakir á toppinn í gær en strákarnir hans Guðjóns endurheimtu toppsætið í dag. Þeir eru með eins stigs forskot á B36.Heimir Guðjónsson stýrði HB Þórshöfn til sigurs á ÍF Fuglafirði, 6-0, á heimavelli.Brynjar Hlöðversson var í byrjunarliði HB sem er í 4. sæti deildarinnar með 38 stig, fjórum stigum á eftir NSÍ.Eftir rólega byrjun á tímabilinu hefur HB unnið sex af síðustu átta leikjum sínum og gert tvö jafntefli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.