Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 21:00 Mary Robinson segir það ekki nóg að vera meðvituð um vandann, það þurfi að bregðast við af alvöru. Stöð 2 Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. Jökullinn var sá fyrsti hér á landi til þess að missa titil sinn árið 2014 og var haldin minningarathöfn við Ok í dag þar sem settur var upp minnisvarði með minningarorðum um jökulinn og skilaboðum til komandi kynslóða. „Þetta er augnablik sem við verðum að nýta til þess að ná alvöru árangri í verki,“ sagði Robinson í viðtali við fréttastofu í dag. Hún segir það löngu tímabært að fólk taki varnaðarorðum vísindamanna alvarlega og grípi til aðgerða.Sjá einnig: „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" Á morgun koma leiðtogar Norðurlandanna saman og vonar Robinson að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggi það til að leiðtogar ríkjanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi. Katrín sé vel að sér í loftslagsmálum og það myndi hafa áhrif á alla heimsbyggðina ef Norðurlöndin tækju höndum saman í þessum efnum. „Hvað þýðir [loftslagsneyðarástand]? Það þýðir að við hættum að tala um loftslagsbreytingar eins og vandamál framtíðarinnar, eitthvað sem gæti gerst og við tökum því alvarlega og minnkum útblástur. Útblástur er að aukast og við erum ekki á leið í átt að öruggari heimi fyrir börnin okkar og barnabörn,“ sagði Robinson og bætti við að yngstu kynslóðir heimsins væru farnar að kalla eftir breytingum og að Ísland væri engin undantekning þar.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi „Forsætisráðherrann ykkar er mjög fróður í loftslagsmálum en ég held að ef við fengjum sameiginlega yfirlýsingu frá Norðurlöndunum, það væri það besta í stöðunni. Það myndi hafa áhrif á heiminn okkar, það myndi skipta sköpum, það myndi heiðra Ok, þennan jökul sem hefur dáið vegna okkar gjörða.“ Robinson segir fólk sífellt verða meira meðvitað um útblástur og mengandi iðnað en þrátt fyrir það væri slíkt enn að aukast. Það sé því ekki nóg að vera meðvitaður um vandann, það þurfi einfaldlega að breyta öllu því það sé óásættanlegt að hugsa til þess að eftir tvö hundruð ár gætu allir jöklar landsins verið horfnir. „Við verðum að skilja að við getum átt mun betri heim, mun heilbrigðari heim, jafnari heim, heim þar sem allir hafa aðgang að hreinni orku,“ segir Robinson.Hér að neðan má sjá viðtalið við Mary Robinson í heild sinni. Klippa: Mary Robinson: 'Við þurfum að breyta öllu“ Írland Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. Jökullinn var sá fyrsti hér á landi til þess að missa titil sinn árið 2014 og var haldin minningarathöfn við Ok í dag þar sem settur var upp minnisvarði með minningarorðum um jökulinn og skilaboðum til komandi kynslóða. „Þetta er augnablik sem við verðum að nýta til þess að ná alvöru árangri í verki,“ sagði Robinson í viðtali við fréttastofu í dag. Hún segir það löngu tímabært að fólk taki varnaðarorðum vísindamanna alvarlega og grípi til aðgerða.Sjá einnig: „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" Á morgun koma leiðtogar Norðurlandanna saman og vonar Robinson að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggi það til að leiðtogar ríkjanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi. Katrín sé vel að sér í loftslagsmálum og það myndi hafa áhrif á alla heimsbyggðina ef Norðurlöndin tækju höndum saman í þessum efnum. „Hvað þýðir [loftslagsneyðarástand]? Það þýðir að við hættum að tala um loftslagsbreytingar eins og vandamál framtíðarinnar, eitthvað sem gæti gerst og við tökum því alvarlega og minnkum útblástur. Útblástur er að aukast og við erum ekki á leið í átt að öruggari heimi fyrir börnin okkar og barnabörn,“ sagði Robinson og bætti við að yngstu kynslóðir heimsins væru farnar að kalla eftir breytingum og að Ísland væri engin undantekning þar.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi „Forsætisráðherrann ykkar er mjög fróður í loftslagsmálum en ég held að ef við fengjum sameiginlega yfirlýsingu frá Norðurlöndunum, það væri það besta í stöðunni. Það myndi hafa áhrif á heiminn okkar, það myndi skipta sköpum, það myndi heiðra Ok, þennan jökul sem hefur dáið vegna okkar gjörða.“ Robinson segir fólk sífellt verða meira meðvitað um útblástur og mengandi iðnað en þrátt fyrir það væri slíkt enn að aukast. Það sé því ekki nóg að vera meðvitaður um vandann, það þurfi einfaldlega að breyta öllu því það sé óásættanlegt að hugsa til þess að eftir tvö hundruð ár gætu allir jöklar landsins verið horfnir. „Við verðum að skilja að við getum átt mun betri heim, mun heilbrigðari heim, jafnari heim, heim þar sem allir hafa aðgang að hreinni orku,“ segir Robinson.Hér að neðan má sjá viðtalið við Mary Robinson í heild sinni. Klippa: Mary Robinson: 'Við þurfum að breyta öllu“
Írland Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32
Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24