Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 21:00 Mary Robinson segir það ekki nóg að vera meðvituð um vandann, það þurfi að bregðast við af alvöru. Stöð 2 Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. Jökullinn var sá fyrsti hér á landi til þess að missa titil sinn árið 2014 og var haldin minningarathöfn við Ok í dag þar sem settur var upp minnisvarði með minningarorðum um jökulinn og skilaboðum til komandi kynslóða. „Þetta er augnablik sem við verðum að nýta til þess að ná alvöru árangri í verki,“ sagði Robinson í viðtali við fréttastofu í dag. Hún segir það löngu tímabært að fólk taki varnaðarorðum vísindamanna alvarlega og grípi til aðgerða.Sjá einnig: „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" Á morgun koma leiðtogar Norðurlandanna saman og vonar Robinson að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggi það til að leiðtogar ríkjanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi. Katrín sé vel að sér í loftslagsmálum og það myndi hafa áhrif á alla heimsbyggðina ef Norðurlöndin tækju höndum saman í þessum efnum. „Hvað þýðir [loftslagsneyðarástand]? Það þýðir að við hættum að tala um loftslagsbreytingar eins og vandamál framtíðarinnar, eitthvað sem gæti gerst og við tökum því alvarlega og minnkum útblástur. Útblástur er að aukast og við erum ekki á leið í átt að öruggari heimi fyrir börnin okkar og barnabörn,“ sagði Robinson og bætti við að yngstu kynslóðir heimsins væru farnar að kalla eftir breytingum og að Ísland væri engin undantekning þar.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi „Forsætisráðherrann ykkar er mjög fróður í loftslagsmálum en ég held að ef við fengjum sameiginlega yfirlýsingu frá Norðurlöndunum, það væri það besta í stöðunni. Það myndi hafa áhrif á heiminn okkar, það myndi skipta sköpum, það myndi heiðra Ok, þennan jökul sem hefur dáið vegna okkar gjörða.“ Robinson segir fólk sífellt verða meira meðvitað um útblástur og mengandi iðnað en þrátt fyrir það væri slíkt enn að aukast. Það sé því ekki nóg að vera meðvitaður um vandann, það þurfi einfaldlega að breyta öllu því það sé óásættanlegt að hugsa til þess að eftir tvö hundruð ár gætu allir jöklar landsins verið horfnir. „Við verðum að skilja að við getum átt mun betri heim, mun heilbrigðari heim, jafnari heim, heim þar sem allir hafa aðgang að hreinni orku,“ segir Robinson.Hér að neðan má sjá viðtalið við Mary Robinson í heild sinni. Klippa: Mary Robinson: 'Við þurfum að breyta öllu“ Írland Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Sjá meira
Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. Jökullinn var sá fyrsti hér á landi til þess að missa titil sinn árið 2014 og var haldin minningarathöfn við Ok í dag þar sem settur var upp minnisvarði með minningarorðum um jökulinn og skilaboðum til komandi kynslóða. „Þetta er augnablik sem við verðum að nýta til þess að ná alvöru árangri í verki,“ sagði Robinson í viðtali við fréttastofu í dag. Hún segir það löngu tímabært að fólk taki varnaðarorðum vísindamanna alvarlega og grípi til aðgerða.Sjá einnig: „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" Á morgun koma leiðtogar Norðurlandanna saman og vonar Robinson að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggi það til að leiðtogar ríkjanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi. Katrín sé vel að sér í loftslagsmálum og það myndi hafa áhrif á alla heimsbyggðina ef Norðurlöndin tækju höndum saman í þessum efnum. „Hvað þýðir [loftslagsneyðarástand]? Það þýðir að við hættum að tala um loftslagsbreytingar eins og vandamál framtíðarinnar, eitthvað sem gæti gerst og við tökum því alvarlega og minnkum útblástur. Útblástur er að aukast og við erum ekki á leið í átt að öruggari heimi fyrir börnin okkar og barnabörn,“ sagði Robinson og bætti við að yngstu kynslóðir heimsins væru farnar að kalla eftir breytingum og að Ísland væri engin undantekning þar.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi „Forsætisráðherrann ykkar er mjög fróður í loftslagsmálum en ég held að ef við fengjum sameiginlega yfirlýsingu frá Norðurlöndunum, það væri það besta í stöðunni. Það myndi hafa áhrif á heiminn okkar, það myndi skipta sköpum, það myndi heiðra Ok, þennan jökul sem hefur dáið vegna okkar gjörða.“ Robinson segir fólk sífellt verða meira meðvitað um útblástur og mengandi iðnað en þrátt fyrir það væri slíkt enn að aukast. Það sé því ekki nóg að vera meðvitaður um vandann, það þurfi einfaldlega að breyta öllu því það sé óásættanlegt að hugsa til þess að eftir tvö hundruð ár gætu allir jöklar landsins verið horfnir. „Við verðum að skilja að við getum átt mun betri heim, mun heilbrigðari heim, jafnari heim, heim þar sem allir hafa aðgang að hreinni orku,“ segir Robinson.Hér að neðan má sjá viðtalið við Mary Robinson í heild sinni. Klippa: Mary Robinson: 'Við þurfum að breyta öllu“
Írland Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Sjá meira
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32
Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24