Innlent

Ný strætóleið milli BSÍ og HR

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Leiðir 18, 24 og 28 samkvæmt vetrar­áætlun frá og með í dag.
Leiðir 18, 24 og 28 samkvæmt vetrar­áætlun frá og með í dag. Vísir/vilhelm
Strætó hefur tekið upp nýja strætisvagnaleið milli Háskólans í Reykjavík og BSÍ.„Í gegnum árin hefur leið 5 ekið milli Nauthóls og Norðlingaholts en leiðin mun skiptast í tvennt á virkum dögum í vetur. Leið 5 mun aka milli BSÍ og Norðlingaholts og ný leið, leið 8, mun aka á milli Nauthóls og BSÍ,“ segir í tilkynningu Strætós.Leið 8 mun ekki aka um helgar en leið 5 aka hefðbundnu leið milli Norðlingaholts og Nauthóls. Þá aka leiðir 18, 24 og 28 samkvæmt vetrar­áætlun frá og með í dag.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.