Innlent

Ný strætóleið milli BSÍ og HR

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Leiðir 18, 24 og 28 samkvæmt vetrar­áætlun frá og með í dag.
Leiðir 18, 24 og 28 samkvæmt vetrar­áætlun frá og með í dag. Vísir/vilhelm

Strætó hefur tekið upp nýja strætisvagnaleið milli Háskólans í Reykjavík og BSÍ.

„Í gegnum árin hefur leið 5 ekið milli Nauthóls og Norðlingaholts en leiðin mun skiptast í tvennt á virkum dögum í vetur. Leið 5 mun aka milli BSÍ og Norðlingaholts og ný leið, leið 8, mun aka á milli Nauthóls og BSÍ,“ segir í tilkynningu Strætós.

Leið 8 mun ekki aka um helgar en leið 5 aka hefðbundnu leið milli Norðlingaholts og Nauthóls. Þá aka leiðir 18, 24 og 28 samkvæmt vetrar­áætlun frá og með í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.