Innlent

Norðan­áttin að „leggja upp laupana“ og bjart­viðri í kortunum

Sylvía Hall skrifar
Það er von á bjartviðri næstu daga fyrir sunnan og vestan.
Það er von á bjartviðri næstu daga fyrir sunnan og vestan. Vísir/Vilhelm
Það er ekki útlit fyrir háar úrkomutölur í vikunni þar sem lægðirnar virðast ekki ná að komast með góðu móti inn á landið. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings þar sem segir jafnframt að norðanáttin sé að leggja upp laupana og í kortunum sé því óráðið veður.Útlit er þó fyrir dálitla vætu norðaustantil og hiti á bilinu 6 til 11 stig. Bjartviðri verður sunnan- og vestanlands með austlægri átt og gætu hitatölur náð allt að 16 stigum. Næstu daga má gera ráð fyrir því að hlýjast verði á Suður- og Vesturlandi og hiti allt að 17 stigum.Um helgina má búast við 9 til 15 stiga hita á landinu báða daga svo veðrið ætti að leika við maraþonhlaupara í miðborginni á Menningarnótt. Á laugardag er von á breytilegri átt og björtu veðri víða á landinu en stöku skúrum síðdegis vestantil. Á sunnudag má búast við lítilsháttar vætu suðvestantil en þurrt og bjart annarsstaðar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Austan 3-10 og 10-15 með suðurströndinni. Skýjað með köflum, en rigning syðst á landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast vestanlands.Á fimmtudag:

Fremur hæg austan átt. Dálítil ringing austantil á landinu en bjartviðri vestanlands. Hiti frá 8 stigum með austurströndinni upp í 17 stig vestanlands.Á föstudag:

Norðaustan 5-10 og dálítil rigning eða súld norðan- og austantil, en hægari vindur og stöku skúrir um landið suðvestanvert. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnanlands.Á laugardag:

Hæg breytileg átt og víða bjart veður, en stöku síðdegis skúrir vestantil. Hiti 9 til 15 stig.Á sunnudag:

Útlit fyrir suðaustanátt 5-10 m/s. Lítilsháttar væta suðvestantil á landinu en þurrt og bjart annarsstaðar. Hiti breytist lítið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.