Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 19. ágúst 2019 13:42 Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Einn af talsmönnum Orkunnar okkar telur að þriðji orkupakkinn muni gera Alþingi erfitt fyrir að hafna sæstreng. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir rök talsmanna Orkunnar okkar um sætstrengsskyldu byggða á sandi. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann.Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir nefndarinnar en þeir voru Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson ásamt Frosta Sigurjónssyni. Deildu fulltrúarnir skýrslu á fundinum sem sérstök sérfræðinganefnd Orkunnar okkar tók saman en í viðbótarumsögn sem þeir lögðu fram í morgun er að finna fullyrðingu þess efnis að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur sé verið að opna Ísland fyrir sæstreng. Frosti sagði eftir fundinn að ef Alþingi ákveður að hafna umsókn um sæstreng, eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur hér á landi, sem sé vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.„Í þriðja orkupakkanaum eru markmiðsákvæði að ryðja skuli úr vegi hindrunum gegn viðskiptum yfir landamæri og markmið þriðja orkupakkans er að auka verslun og greiða fyrir verslun með raforku innan evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði Frosti. Hann sagði áform hjá einkaaðilum um að leggja sæstrengi til Íslands, þar á meðal Icelink, sem er talið styrkhæft verkefni á vegum Evrópusambandsins. „Ef Alþingi ákveður að hafna umsókn sem er vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála hugsanlega og við köllum eftir því að sú áhætta verði rannsökuð nánar. Okkur finnst að mikil vonbrigði að sumarið hafi ekki verið nýtt til að rannsaka þessa áhættu því margir lögfræðingar hafa bent á hana. Við óttumst það að samþykkja þriðja orkupakkann og allt sem í honum felst, feli í sér að það verði erfitt fyrir alþingi að hafna sæstreng,“ sagði Frosti. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og evrópuréttarstofnunar Háskólans, mætti á fund nefndarinnar í morgun en hann er einnig sérfræðingur í hafrétti og því sem snýr að landhelgi og hafréttarmálum. Hann sagði þessar fullyrðingar um hugsanlega skaðabótaskyldu og rökin þar á bak við einfaldlega byggja á sandi. „Þeir hafa ekki fært nein almennileg rök fyrir slíku máli, það er vísað í almenn inngangsorð í reglugerðum og tilskipunum og það er einfaldlega ekki nóg. Fyrir utan þegar maður les þessi inngangsorð þá blasir það ekki við að það sé einhver sæstrengjaskylda.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Einn af talsmönnum Orkunnar okkar telur að þriðji orkupakkinn muni gera Alþingi erfitt fyrir að hafna sæstreng. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir rök talsmanna Orkunnar okkar um sætstrengsskyldu byggða á sandi. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann.Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir nefndarinnar en þeir voru Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson ásamt Frosta Sigurjónssyni. Deildu fulltrúarnir skýrslu á fundinum sem sérstök sérfræðinganefnd Orkunnar okkar tók saman en í viðbótarumsögn sem þeir lögðu fram í morgun er að finna fullyrðingu þess efnis að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur sé verið að opna Ísland fyrir sæstreng. Frosti sagði eftir fundinn að ef Alþingi ákveður að hafna umsókn um sæstreng, eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur hér á landi, sem sé vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.„Í þriðja orkupakkanaum eru markmiðsákvæði að ryðja skuli úr vegi hindrunum gegn viðskiptum yfir landamæri og markmið þriðja orkupakkans er að auka verslun og greiða fyrir verslun með raforku innan evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði Frosti. Hann sagði áform hjá einkaaðilum um að leggja sæstrengi til Íslands, þar á meðal Icelink, sem er talið styrkhæft verkefni á vegum Evrópusambandsins. „Ef Alþingi ákveður að hafna umsókn sem er vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála hugsanlega og við köllum eftir því að sú áhætta verði rannsökuð nánar. Okkur finnst að mikil vonbrigði að sumarið hafi ekki verið nýtt til að rannsaka þessa áhættu því margir lögfræðingar hafa bent á hana. Við óttumst það að samþykkja þriðja orkupakkann og allt sem í honum felst, feli í sér að það verði erfitt fyrir alþingi að hafna sæstreng,“ sagði Frosti. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og evrópuréttarstofnunar Háskólans, mætti á fund nefndarinnar í morgun en hann er einnig sérfræðingur í hafrétti og því sem snýr að landhelgi og hafréttarmálum. Hann sagði þessar fullyrðingar um hugsanlega skaðabótaskyldu og rökin þar á bak við einfaldlega byggja á sandi. „Þeir hafa ekki fært nein almennileg rök fyrir slíku máli, það er vísað í almenn inngangsorð í reglugerðum og tilskipunum og það er einfaldlega ekki nóg. Fyrir utan þegar maður les þessi inngangsorð þá blasir það ekki við að það sé einhver sæstrengjaskylda.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41