Trúfélag án skráðra meðlima er möguleiki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2019 07:00 Henry Alexander Henrysson situr í álitsnefnd um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga. Fréttablaðið/Ernir „Við höfum stundum efast um að þeir sem eru á félagatali séu raunverulega í félagi. Það er ekkert mál að safna undirskriftum,“ segir Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við Háskóla Íslands, sem situr í álitsnefnd sem metur umsóknir um trú- og lífsskoðunarfélög. „En almennt erum við sem álitsnefnd ekki að leggja stein í götu fólks heldur að gæta anda laganna.“ Henry segir að þegar félag er til skoðunar sé litið til þess hvort til séu fyrirmyndir erlendis, grundvöllur að stofnsáttmála, hver fjöldi félagsmanna sé og dreifing þeirra, hvort félagið sinni merkingarbærum athöfnum og hvort það gangi gegn almennu siðferði og allsherjarreglu. Nefndin gerir ekki vettvangsrannsóknir eða ræðir við þá sem að umsókninni standa. Samkvæmt reglugerð dómsmálaráðherra er lágmarksfjöldi meðlima 25 og ber að skila nákvæmu félagatali við umsókn, þar sem koma fram nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleira. Ekki er þó skilyrt að þessi fjöldi sé skráður í félagið til Þjóðskrár, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar hjá Sýslumannsembættinu á Siglufirði þar sem skráning félaganna er afgreidd.Halldór Þormar Halldórsson.Nýlega fjallaði Fréttablaðið um málefni lífsskoðunarfélagsins Vitundar, sem stofnað var í febrúar síðastliðnum, en í júní voru aðeins þrír skráðir meðlimir. Halldór staðfestir að félagatali með lágmarksfjölda hafi verið skilað í því tilviki. Alls eru níu trú- eða lífsskoðunarfélög sem hafa færri en 25 skráða meðlimi hjá Þjóðskrá. „Samkvæmt lögum höfum við eftirlit með því að félög haldi áfram að uppfylla þau skilyrði sem liggja að baki skráningu, svo sem um fjölda og virkni,“ segir Halldór. Hann segir hins vegar að eftirfylgnin sé ekki mikil þar sem lögin séu barn síns tíma og til standi að efla eftirlitsþáttinn með nýrri lagasetningu. Í vor var fjallað um að veikleikar í lagaumgjörðinni settu Ísland í sérstakan áhættuflokk hjá FATF, stofnun sem berst gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Það er alveg hægt að sjá fyrir sér að félag geti verið með skráningu án þess að það sé nein raunveruleg starfsemi þar að baki,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Trúmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
„Við höfum stundum efast um að þeir sem eru á félagatali séu raunverulega í félagi. Það er ekkert mál að safna undirskriftum,“ segir Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við Háskóla Íslands, sem situr í álitsnefnd sem metur umsóknir um trú- og lífsskoðunarfélög. „En almennt erum við sem álitsnefnd ekki að leggja stein í götu fólks heldur að gæta anda laganna.“ Henry segir að þegar félag er til skoðunar sé litið til þess hvort til séu fyrirmyndir erlendis, grundvöllur að stofnsáttmála, hver fjöldi félagsmanna sé og dreifing þeirra, hvort félagið sinni merkingarbærum athöfnum og hvort það gangi gegn almennu siðferði og allsherjarreglu. Nefndin gerir ekki vettvangsrannsóknir eða ræðir við þá sem að umsókninni standa. Samkvæmt reglugerð dómsmálaráðherra er lágmarksfjöldi meðlima 25 og ber að skila nákvæmu félagatali við umsókn, þar sem koma fram nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleira. Ekki er þó skilyrt að þessi fjöldi sé skráður í félagið til Þjóðskrár, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar hjá Sýslumannsembættinu á Siglufirði þar sem skráning félaganna er afgreidd.Halldór Þormar Halldórsson.Nýlega fjallaði Fréttablaðið um málefni lífsskoðunarfélagsins Vitundar, sem stofnað var í febrúar síðastliðnum, en í júní voru aðeins þrír skráðir meðlimir. Halldór staðfestir að félagatali með lágmarksfjölda hafi verið skilað í því tilviki. Alls eru níu trú- eða lífsskoðunarfélög sem hafa færri en 25 skráða meðlimi hjá Þjóðskrá. „Samkvæmt lögum höfum við eftirlit með því að félög haldi áfram að uppfylla þau skilyrði sem liggja að baki skráningu, svo sem um fjölda og virkni,“ segir Halldór. Hann segir hins vegar að eftirfylgnin sé ekki mikil þar sem lögin séu barn síns tíma og til standi að efla eftirlitsþáttinn með nýrri lagasetningu. Í vor var fjallað um að veikleikar í lagaumgjörðinni settu Ísland í sérstakan áhættuflokk hjá FATF, stofnun sem berst gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Það er alveg hægt að sjá fyrir sér að félag geti verið með skráningu án þess að það sé nein raunveruleg starfsemi þar að baki,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Trúmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira