Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 11:11 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Daníel Örn Wiium hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð búið í Dyflinni á Írlandi þar sem bróðir hans Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt í febrúar síðastliðnum. Mbl.is greindi fyrst frá. Daníel Örn segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið vinnu í Dyflinni og á meðan geti hann haldið lögreglu í borginni á tánum varðandi rannsóknina á hvarfi bróður hans. „Fyrst og fremst er ég aðallega hér fyrir mig sjálfan en það er bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna. Ég flutti ekki út vegna leitarinnar en það var hluti af því sem ég þarf að gera og get gert á meðan ég er hérna,“ segir Daníel Örn. Hann segir betra að vera í Dyflinni heldur en heima ef nýjar vendingar verða á málinu. Eins og staðan er í dag hafa engar nýjar upplýsingar komið fram en Daníel segir að reglulega sé fylgst með hvort einhverjar hreyfingar eru á bankayfirliti Jóns Þrastar eða samfélagsmiðlum hans. „Það er ekkert annað, ég held að það sé búið að fara í gegnum alla anga sem gætu mögulega leitt til einhvers. Ég held að lögreglan sé annars bara að bíð eftir nýjum upplýsingum.“ Spurður hvað hann ætli að búa lengi í Dyflinni segist hann það algjörlega óráðið. „Ég tek bara einn dag í einu.“ Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Daníel Örn Wiium hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð búið í Dyflinni á Írlandi þar sem bróðir hans Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt í febrúar síðastliðnum. Mbl.is greindi fyrst frá. Daníel Örn segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið vinnu í Dyflinni og á meðan geti hann haldið lögreglu í borginni á tánum varðandi rannsóknina á hvarfi bróður hans. „Fyrst og fremst er ég aðallega hér fyrir mig sjálfan en það er bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna. Ég flutti ekki út vegna leitarinnar en það var hluti af því sem ég þarf að gera og get gert á meðan ég er hérna,“ segir Daníel Örn. Hann segir betra að vera í Dyflinni heldur en heima ef nýjar vendingar verða á málinu. Eins og staðan er í dag hafa engar nýjar upplýsingar komið fram en Daníel segir að reglulega sé fylgst með hvort einhverjar hreyfingar eru á bankayfirliti Jóns Þrastar eða samfélagsmiðlum hans. „Það er ekkert annað, ég held að það sé búið að fara í gegnum alla anga sem gætu mögulega leitt til einhvers. Ég held að lögreglan sé annars bara að bíð eftir nýjum upplýsingum.“ Spurður hvað hann ætli að búa lengi í Dyflinni segist hann það algjörlega óráðið. „Ég tek bara einn dag í einu.“ Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir.
Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira