Allir komi heilir heim Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 07:00 Þorsteinn Matthías Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi FBL/ERNir Þorsteinn Matthías Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, ætlar að vera með fjölskyldunni fyrri hluta verslunarmannahelgarinnar. „Ég skelli mér á Unglingalandsmót á Höfn,“ segir Þorsteinn og segist munu mæta til vinnu seinni hluta helgarinnar. Lögreglan á Suðurlandi er sveigjanlegur vinnustaður og þar er þess gætt að lögreglumenn séu vel hvíldir enda mikið álag á þeim í stóru umdæmi. „Sumarið hefur verið með svipuðum hætti og önnur sumur. Mikil ferðamennska og þar af leiðandi umferð um vegi. Á Suðurlandi eru mjög vinsælar náttúruperlur, sem menn vilja heimsækja. Þessu fylgja mörg verkefni fyrir lögreglu, stór sem smá, allt frá týndum vegabréfum upp í hópslys. Það er von okkar að banaslysum í umferðinni fari að fækka en það er ekki endilega þannig að slysum og líkamstjónum sé að fækka. Nánast daglegt brauð,“ segir Þorsteinn og segir lögregluna á hverjum degi reyna með því að vera sýnileg að sjá til þess að allir komist heilir heim eftir ferðalag um Ísland. Því miður sé alltof lítið tillit tekið til þeirra þegar þeir séu við vinnu á vegum og þeir sé einnig of fáir. „Því miður er umferðarhegðun með þeim hætti að ekki veitir af að hafa sem flesta lögreglumenn á vegum úti. Það eitt er krefjandi og talsvert hættulegt fyrir lögreglumenn, þar sem, því miður, allt of lítið tillit er tekið til okkar þegar við erum við vinnu á vegunum. Ef við teljum upp stök verkefni, þá eru hópslys mjög krefjandi fyrir lögreglu og aðra viðbragðsaðila. Þar reynir mjög á góða samvinnu milli viðbragðsaðila og að menn haldi skipulagi.Álag og slysNú á síðustu misserum hefur verið bætt í mannafla en betur má ef duga skal. Þessu fylgir að sjálfsögðu álag og við þurfum, sama fólkið, að takast á við hvert slysið á fætur öðru. Á móti er hópurinn orðinn nokkuð vel þjálfaður „the hard way“ til að takast á við slíkar aðstæður en við mættum vera fleiri.“Hvað er það erfiðasta sem þú hefur tekist á við? Ég held að það erfiðasta sem lögreglumenn takast á við séu harmleikir þar sem börn koma við sögu. Slík mál taka mjög á lögreglumenn. Okkur hefur tekist ágætlega að takast á við hið sálræna álag sem þessu fylgir. Í lögreglunni á Suðurlandi er mikill mannauður og við höfum staðið þétt saman við erfiðar aðstæður. Okkur stendur einnig til boða aðstoð ef við þurfum á að halda. Það verður að segjast eins og er að maður hefur miklar áhyggjur af umferðinni í okkar umdæmi. Eins og ég nefndi fyrr þá hef ég verulegar áhyggjur af umferðarhegðun, þar sem ekki er ekið samkvæmt aðstæðum hverju sinni. Samgöngumannvirkin leyfa heldur ekki þessa umferðarhegðun. Eftir því sem austar dregur eftir Suðurlandsvegi fara vegirnir að mjókka og einbreiðum brúm að fjölga. Það kallar á allt aðra umferðarhegðun. Sem dæmi, þá er mesti leyfilegi hámarkshraði á Íslandi 90 km/klst. en það er miðað við bestu aðstæður,“ segir Þorsteinn og segir menn oft gleyma að aka eftir aðstæðum. „Mjóir vegir, með einbreiðum brúm eru ekki aðstæður þar sem menn geta ekið á 90 km/klst. Menn þurfa hreinlega að hægja á sér.“„Því miður er allt of lítið tillit tekið til okkar þegar við erum við vinnu á vegunum,“ segir Þorsteinn Matthías Kristinsson varðstjóri. Fréttablaðið/ErnirÞar sem fjölmargir Íslendingar verða á faraldsfæti um helgina brýnir Þorsteinn fyrir ökumönnum að þeir sýni tillitssemi. „Varðandi verslunarmannahelgina, þá skiptir máli að ökumenn sýni mikla tillitssemi og séu mjög vel vakandi við aksturinn. Það á ekki að þurfa að minna á að áfengi, vímuefni og akstur ökutækja á í engum tilfellum samleið. Á mjóum vegum er ekki langt á milli ökutækja þegar þau mætast og því þurfa menn að fylgjast vel með bifreiðum sem koma úr gagnstæðri átt, með það í huga að geta brugðist við ef eitthvað bregður út af, það er að segja, vera með plan B. Hægfara ökutæki þurfa að taka tillit og hleypa fram úr, áður en raðir myndast.Dómharka í garð ferðamanna Langar raðir bjóða upp á mikla hættu, þegar menn freistast til að taka fram úr við þær aðstæður. Framúrakstur er mikill áhættuþáttur í umferðinni og því miður sér maður allt of oft framúrakstur upp á líf og dauða. Hann er talsvert vandamál. Reynsla mín úr umferðinni er sú að við getum ekki kennt erlendum ferðamönnum eingöngu um slæma umferðarhegðun. Ég hef tekið eftir því á kommentakerfinu að menn eru mjög dómharðir í garð erlendra ferðamanna. Það er ekki rétt nálgun. Tilfinning mín er að hlutfall erlendra og íslenskra ökumanna sem hegða sér illa í umferðinni sé nokkurn veginn það sama. Þá er ég að tala almennt um tillitssemi í umferðinni. Það er tilfinning mín. Íslendingar mættu temja sér meiri tillitssemi og atvinnubílstjórar eru ekki þar undanskildir,“ bendir Þorsteinn á. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þorsteinn Matthías Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, ætlar að vera með fjölskyldunni fyrri hluta verslunarmannahelgarinnar. „Ég skelli mér á Unglingalandsmót á Höfn,“ segir Þorsteinn og segist munu mæta til vinnu seinni hluta helgarinnar. Lögreglan á Suðurlandi er sveigjanlegur vinnustaður og þar er þess gætt að lögreglumenn séu vel hvíldir enda mikið álag á þeim í stóru umdæmi. „Sumarið hefur verið með svipuðum hætti og önnur sumur. Mikil ferðamennska og þar af leiðandi umferð um vegi. Á Suðurlandi eru mjög vinsælar náttúruperlur, sem menn vilja heimsækja. Þessu fylgja mörg verkefni fyrir lögreglu, stór sem smá, allt frá týndum vegabréfum upp í hópslys. Það er von okkar að banaslysum í umferðinni fari að fækka en það er ekki endilega þannig að slysum og líkamstjónum sé að fækka. Nánast daglegt brauð,“ segir Þorsteinn og segir lögregluna á hverjum degi reyna með því að vera sýnileg að sjá til þess að allir komist heilir heim eftir ferðalag um Ísland. Því miður sé alltof lítið tillit tekið til þeirra þegar þeir séu við vinnu á vegum og þeir sé einnig of fáir. „Því miður er umferðarhegðun með þeim hætti að ekki veitir af að hafa sem flesta lögreglumenn á vegum úti. Það eitt er krefjandi og talsvert hættulegt fyrir lögreglumenn, þar sem, því miður, allt of lítið tillit er tekið til okkar þegar við erum við vinnu á vegunum. Ef við teljum upp stök verkefni, þá eru hópslys mjög krefjandi fyrir lögreglu og aðra viðbragðsaðila. Þar reynir mjög á góða samvinnu milli viðbragðsaðila og að menn haldi skipulagi.Álag og slysNú á síðustu misserum hefur verið bætt í mannafla en betur má ef duga skal. Þessu fylgir að sjálfsögðu álag og við þurfum, sama fólkið, að takast á við hvert slysið á fætur öðru. Á móti er hópurinn orðinn nokkuð vel þjálfaður „the hard way“ til að takast á við slíkar aðstæður en við mættum vera fleiri.“Hvað er það erfiðasta sem þú hefur tekist á við? Ég held að það erfiðasta sem lögreglumenn takast á við séu harmleikir þar sem börn koma við sögu. Slík mál taka mjög á lögreglumenn. Okkur hefur tekist ágætlega að takast á við hið sálræna álag sem þessu fylgir. Í lögreglunni á Suðurlandi er mikill mannauður og við höfum staðið þétt saman við erfiðar aðstæður. Okkur stendur einnig til boða aðstoð ef við þurfum á að halda. Það verður að segjast eins og er að maður hefur miklar áhyggjur af umferðinni í okkar umdæmi. Eins og ég nefndi fyrr þá hef ég verulegar áhyggjur af umferðarhegðun, þar sem ekki er ekið samkvæmt aðstæðum hverju sinni. Samgöngumannvirkin leyfa heldur ekki þessa umferðarhegðun. Eftir því sem austar dregur eftir Suðurlandsvegi fara vegirnir að mjókka og einbreiðum brúm að fjölga. Það kallar á allt aðra umferðarhegðun. Sem dæmi, þá er mesti leyfilegi hámarkshraði á Íslandi 90 km/klst. en það er miðað við bestu aðstæður,“ segir Þorsteinn og segir menn oft gleyma að aka eftir aðstæðum. „Mjóir vegir, með einbreiðum brúm eru ekki aðstæður þar sem menn geta ekið á 90 km/klst. Menn þurfa hreinlega að hægja á sér.“„Því miður er allt of lítið tillit tekið til okkar þegar við erum við vinnu á vegunum,“ segir Þorsteinn Matthías Kristinsson varðstjóri. Fréttablaðið/ErnirÞar sem fjölmargir Íslendingar verða á faraldsfæti um helgina brýnir Þorsteinn fyrir ökumönnum að þeir sýni tillitssemi. „Varðandi verslunarmannahelgina, þá skiptir máli að ökumenn sýni mikla tillitssemi og séu mjög vel vakandi við aksturinn. Það á ekki að þurfa að minna á að áfengi, vímuefni og akstur ökutækja á í engum tilfellum samleið. Á mjóum vegum er ekki langt á milli ökutækja þegar þau mætast og því þurfa menn að fylgjast vel með bifreiðum sem koma úr gagnstæðri átt, með það í huga að geta brugðist við ef eitthvað bregður út af, það er að segja, vera með plan B. Hægfara ökutæki þurfa að taka tillit og hleypa fram úr, áður en raðir myndast.Dómharka í garð ferðamanna Langar raðir bjóða upp á mikla hættu, þegar menn freistast til að taka fram úr við þær aðstæður. Framúrakstur er mikill áhættuþáttur í umferðinni og því miður sér maður allt of oft framúrakstur upp á líf og dauða. Hann er talsvert vandamál. Reynsla mín úr umferðinni er sú að við getum ekki kennt erlendum ferðamönnum eingöngu um slæma umferðarhegðun. Ég hef tekið eftir því á kommentakerfinu að menn eru mjög dómharðir í garð erlendra ferðamanna. Það er ekki rétt nálgun. Tilfinning mín er að hlutfall erlendra og íslenskra ökumanna sem hegða sér illa í umferðinni sé nokkurn veginn það sama. Þá er ég að tala almennt um tillitssemi í umferðinni. Það er tilfinning mín. Íslendingar mættu temja sér meiri tillitssemi og atvinnubílstjórar eru ekki þar undanskildir,“ bendir Þorsteinn á.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira