Guðni ávarpaði gesti Unglingalandsmóts UMFÍ Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 12:47 Guðni ávarpaði gesti Unglingalandsmóts UMFÍ á setningu mótsins í gær. UMFÍ Unglingalandsmót UMFÍ hófst í dag en mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði hátíðargesti á setningu mótsins í gær en hann er á mótinu ásamt Elizu Reid og tveimur af börnum þeirra. Guðni rifjaði upp að nú væri tæp þrjú ár frá því að hann tók við embætti forseta og sagði að ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki til þess hversu mikill heiður honum hafi hlotnast. Hann sagði líklega hvergi betra að vera þjóðhöfðingi á Íslandi. Hann ávarpaði börnin og hvatti þau til að rækta ungmennafélagandann og nýta hann til góðra verka. „Þegar ég segi að ykkar sé framtíðin, þá langar mig að bæta því við að okkar er framtíðin líka – okkar sem eldri erum. Mér finnst stundum eins og við séum að búa til að óþörfu kynslóðabil í okkar annars ágæta samfélagi. Þetta er unglingalandsmót. En við hin eldri erum líka hér til þess að skemmta okkur,“ sagði Guðni.Ætla má að um 5000 manns séu á Höfn um helgina en um 1000 ungmenni eru skráð til leiks á Unglingalandsmótinu.UMFÍMikil þátttaka í „óhefðbundnum“ íþróttagreinum Fréttamaður náði tali af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur, formanni Ungmennasambandsins Úlfljóts og sagði hún að í dag hafi verið keppt flestum greinum mótsins. „Þetta ver vel af stað, hér er mikil gleði,“ segir Jóhanna. Í ár eru um þúsund ungmenni skráð á Unglingalandsmót en boðið er upp á tuttugu keppnisgreinar. „Það er rosalega mikil þátttaka í strandblaki, strandhandbolta og kökuskreytingum. Við erum að brjóta okkur út úr þessum hefðbundnu greinum og við erum ægilega glöð með það. Maður sér að krakkarnir eru bara að skemmta sér,“ segir Jóhanna. Í kvöld verður kvöldvaka þar sem tónlistarmennirnir Daði Freyr og Bríet leika fyrir dansi. Unglingalandsmót UMFÍ hefur verið haldið reglulega frá árinu 1992 og er vímulaus hátíð fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára. Forseti Íslands Hornafjörður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Unglingalandsmót UMFÍ hófst í dag en mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði hátíðargesti á setningu mótsins í gær en hann er á mótinu ásamt Elizu Reid og tveimur af börnum þeirra. Guðni rifjaði upp að nú væri tæp þrjú ár frá því að hann tók við embætti forseta og sagði að ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki til þess hversu mikill heiður honum hafi hlotnast. Hann sagði líklega hvergi betra að vera þjóðhöfðingi á Íslandi. Hann ávarpaði börnin og hvatti þau til að rækta ungmennafélagandann og nýta hann til góðra verka. „Þegar ég segi að ykkar sé framtíðin, þá langar mig að bæta því við að okkar er framtíðin líka – okkar sem eldri erum. Mér finnst stundum eins og við séum að búa til að óþörfu kynslóðabil í okkar annars ágæta samfélagi. Þetta er unglingalandsmót. En við hin eldri erum líka hér til þess að skemmta okkur,“ sagði Guðni.Ætla má að um 5000 manns séu á Höfn um helgina en um 1000 ungmenni eru skráð til leiks á Unglingalandsmótinu.UMFÍMikil þátttaka í „óhefðbundnum“ íþróttagreinum Fréttamaður náði tali af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur, formanni Ungmennasambandsins Úlfljóts og sagði hún að í dag hafi verið keppt flestum greinum mótsins. „Þetta ver vel af stað, hér er mikil gleði,“ segir Jóhanna. Í ár eru um þúsund ungmenni skráð á Unglingalandsmót en boðið er upp á tuttugu keppnisgreinar. „Það er rosalega mikil þátttaka í strandblaki, strandhandbolta og kökuskreytingum. Við erum að brjóta okkur út úr þessum hefðbundnu greinum og við erum ægilega glöð með það. Maður sér að krakkarnir eru bara að skemmta sér,“ segir Jóhanna. Í kvöld verður kvöldvaka þar sem tónlistarmennirnir Daði Freyr og Bríet leika fyrir dansi. Unglingalandsmót UMFÍ hefur verið haldið reglulega frá árinu 1992 og er vímulaus hátíð fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára.
Forseti Íslands Hornafjörður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira