Innlent

Menntamálaráðherra heiðursgestur á Íslendingahátíð í Norður-Dakóta

Andri Eysteinsson skrifar
John Johnsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir við minnisvarða um Stephan G. Stephansson.
John Johnsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir við minnisvarða um Stephan G. Stephansson. MMR
Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, Lilja Dögg Alfreðsdóttir var heiðursgestur Íslendingahátíðarinnar í bænum Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum sem fram fór í 120. skipti í ár. Þetta kemur fram á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Hefð hefur skapast fyrir því að fulltrúi íslenskra stjórnvalda sæki íslendingahátíðir í Mountain og í Gimli í Manitoba heim, en hátíðirnar fara báðar fram nú um Verslunarmannahelgi. Að hátíðinni Deuce of August í Mountain í N-Dakóta standa afkomendur Vesturfara sem héldu frá Íslandi til Norður-Ameríku á árunum 1875-1914. Talið er að milli 15.000-20.000 Íslendingar hafi flust búferlum og hafið nýtt líf í Vesturheimi, þar á meðal í Norður-Dakóta.

Ráðherra flutti ávarp og tók þátt í skrúðgöngu í bænum Mountain. Í ávarpi sínu færði ráðherra færði Vestur Íslendingum kærar kveðjur frá íslensku þjóðinni og lagði meðal annars áherslu á mikilvægi samskiptanna. Vísaði ráðherra þar einkum til Snorraverkefnisins sem er meðal annars ætlað ungmennum af íslenskum uppruna Í Norður-Ameríku til þess að koma til Íslands og kynnast uppruna sínum.

Þá heimsótti ráðherra einnig minnisvarða um ljóðskáldin og Vesturfaranna Stephan G. Stephansson og Kristján Níels Jónssonar eða Káinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×