Rauði krossinn styður frumvarp um neyslurými Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2019 18:10 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni í mars á þessu ári. Frumvarpið felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. Í umsögn Rauða krossins sem birt var í dag er lýst yfir stuðningi við frumvarpið og þær breytingar á löggjöfinni sem felast í frumvarpinu. Það sé þörf á aukinni og bættri þjónustu fyrir þann jaðarsetta hóp sem notast við ávana- og fíkniefni og nauðsynlegt sé að draga úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar.Sjá einnig: Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Rauði krossinn starfrækir til að mynda skaðaminnkunarverkefnin Frú Ragnheiði í Reykjavík og Ungfrú Ragnheiði á Akureyri ásamt því að vinna að skaðaminnkun með rekstri Konukots. Í umsögninni segir að rúmlega 450 einstaklingar hafi sótt þjónustu Frú Ragnheiðar árið 2018 sem sé sjö prósenta fjölgun frá árinu 2017. Þá hafi verkefnið jafnframt fargað vel yfir 2.600 lítrum af notuðum sprautubúnaði á árinu. „Rauði krossinn er hlynntur því að stjórnvöld leiti leiða til að auka þjónustu við það fólk sem notar vímuefni svo draga megi úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar. Í öðrum löndum þar sem slík rými eru í notkun hafa þau sannað gildi sitt og þá sérstaklega fyrir einstaklinga sem nota vímuefni um æð og hafa ekki fasta búsetu,“ segir í umsögninni.Óvíst hvernig lögregla geti stutt við starfsemi neyslurýmis Nauðsynlegt er að rýminu verði fundið húsnæði sem er ekki tengdur öðrum úrræðum fyrir vímuefnanotendur, heimilislausa eða fólk sem gæti á einhvern hátt tengst eða nýtt sér þjónustu neyslurýmis að mati Rauða krossins. Með því væri hægt að komast hjá því að mögulegir notendur muni forðast að leita til þess vegna þess að það tengist um of ákveðnum hópum. Þá kemur fram að ekki sé víst hvernig lögregla eigi að geta stutt við starfsemi neyslurýmis og tryggt öryggi þeirra sem þangað leita á sama tíma og lögreglu sé ætlað að vinna gegn brotastarfsemi tengdri ávana- og fíkniefnum. Því sé nauðsynlegt að tryggja skýrar lagaheimildir lögreglu svo ekki þurfi að treysta á mat lögreglu hverju sinni þar sem friðhelgin þurfi að vera tryggð. Lögreglan hefur áður gagnrýnt að svæði um neyslurými verði „refsilaus rými“ þar sem neysla fíkniefna verði heimil þar sem ekki sé heimild fyrir slíku í lögum. „Rauði krossinn telur mikilvægt að þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á lögum um ávana- og fíkniefni er varða rekstur og starfsemi neyslurýma muni að auki taka tillit til núverandi skaðaminnkandi úrræða sem þjónusti einstaklinga sem nota vímuefni í æð og eru heimilislausir,“ segir í umsögninni en Rauði krossinn lýsir sig jafnframt fúsan til samstarfs og veita þann stuðning sem félagið og starfsmenn þess geta veitt. Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum. 5. maí 2019 21:15 Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. 17. apríl 2019 12:00 Neyslurými gætu þurft að bíða Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu. 28. maí 2019 06:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni í mars á þessu ári. Frumvarpið felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. Í umsögn Rauða krossins sem birt var í dag er lýst yfir stuðningi við frumvarpið og þær breytingar á löggjöfinni sem felast í frumvarpinu. Það sé þörf á aukinni og bættri þjónustu fyrir þann jaðarsetta hóp sem notast við ávana- og fíkniefni og nauðsynlegt sé að draga úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar.Sjá einnig: Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Rauði krossinn starfrækir til að mynda skaðaminnkunarverkefnin Frú Ragnheiði í Reykjavík og Ungfrú Ragnheiði á Akureyri ásamt því að vinna að skaðaminnkun með rekstri Konukots. Í umsögninni segir að rúmlega 450 einstaklingar hafi sótt þjónustu Frú Ragnheiðar árið 2018 sem sé sjö prósenta fjölgun frá árinu 2017. Þá hafi verkefnið jafnframt fargað vel yfir 2.600 lítrum af notuðum sprautubúnaði á árinu. „Rauði krossinn er hlynntur því að stjórnvöld leiti leiða til að auka þjónustu við það fólk sem notar vímuefni svo draga megi úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar. Í öðrum löndum þar sem slík rými eru í notkun hafa þau sannað gildi sitt og þá sérstaklega fyrir einstaklinga sem nota vímuefni um æð og hafa ekki fasta búsetu,“ segir í umsögninni.Óvíst hvernig lögregla geti stutt við starfsemi neyslurýmis Nauðsynlegt er að rýminu verði fundið húsnæði sem er ekki tengdur öðrum úrræðum fyrir vímuefnanotendur, heimilislausa eða fólk sem gæti á einhvern hátt tengst eða nýtt sér þjónustu neyslurýmis að mati Rauða krossins. Með því væri hægt að komast hjá því að mögulegir notendur muni forðast að leita til þess vegna þess að það tengist um of ákveðnum hópum. Þá kemur fram að ekki sé víst hvernig lögregla eigi að geta stutt við starfsemi neyslurýmis og tryggt öryggi þeirra sem þangað leita á sama tíma og lögreglu sé ætlað að vinna gegn brotastarfsemi tengdri ávana- og fíkniefnum. Því sé nauðsynlegt að tryggja skýrar lagaheimildir lögreglu svo ekki þurfi að treysta á mat lögreglu hverju sinni þar sem friðhelgin þurfi að vera tryggð. Lögreglan hefur áður gagnrýnt að svæði um neyslurými verði „refsilaus rými“ þar sem neysla fíkniefna verði heimil þar sem ekki sé heimild fyrir slíku í lögum. „Rauði krossinn telur mikilvægt að þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á lögum um ávana- og fíkniefni er varða rekstur og starfsemi neyslurýma muni að auki taka tillit til núverandi skaðaminnkandi úrræða sem þjónusti einstaklinga sem nota vímuefni í æð og eru heimilislausir,“ segir í umsögninni en Rauði krossinn lýsir sig jafnframt fúsan til samstarfs og veita þann stuðning sem félagið og starfsmenn þess geta veitt.
Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum. 5. maí 2019 21:15 Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. 17. apríl 2019 12:00 Neyslurými gætu þurft að bíða Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu. 28. maí 2019 06:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum. 5. maí 2019 21:15
Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. 17. apríl 2019 12:00
Neyslurými gætu þurft að bíða Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu. 28. maí 2019 06:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum