Neyslurými gætu þurft að bíða Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. maí 2019 06:30 Í neyslurými verður þeim sem sprauta sig í æð m.a. veittur aðgangur að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptiþjónustu. Heilbrigðismál Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komu á fund velferðarnefndar í gær til þess að gera grein fyrir minnisblaði þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, en nefndin hefur málið til meðferðar. Í minnisblaði ráðuneytisins er vísað í umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ítrekuð sjónarmið um ekki komi til greina að lögreglan semji um að „fólk fái að fremja refsiverð afbrot á einhverjum umsömdum stöðum.” Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir að eftir fund með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins telji hún vilja í báðum ráðuneytum til samstarfs um lagfæringar á frumvarpinu. Skammur tími sé þó eftir af vorþingi. „Það er mikil synd ef ekki tekst að afgreiða málið núna en í versta falli myndi nefndin leggja mikla áherslu á að málið komi aftur til nefndarinnar við upphaf haustþings." Minnisblaðið varpar ljósi á ólík sjónarmið ráðuneytanna um samráð. Þar segir að fulltrúar dómsmálaráðneytisins hafi setið einn fund í heilbrigðisráðuneytinu um frumvarpið og gert athugasemdir sem ekkert tillit sé tekið til við lagasetninguna. Í frumvarpinu sjálfu lýsir heilbrigðisráðherra samráði við dómsmálaráðuneytið með öðrum hætti. Auk þess að vísa til funda í ráðuneytinu bæði með lögreglu og dómsmálaráðuneyti er gerð grein fyrir tveimur umsagnaferlum í samráðsgátt stjórnvalda. Fyrst kynningu á áformum um lagasetninguna. Um hana hafi borist fjórar umsagnir; frá Reykjavíkurborg, Rauða krossinum auk umsagna frá einstaklingum. Samráð í annað sinn hafi farið fram í samráðsgátt um drög að frumvarpinu sjálfu. Um frumvarpsdrögin hafi hins vegar aðeins ein umsögn borist, frá Rauða krossinum. Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Heilbrigðismál Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komu á fund velferðarnefndar í gær til þess að gera grein fyrir minnisblaði þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, en nefndin hefur málið til meðferðar. Í minnisblaði ráðuneytisins er vísað í umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ítrekuð sjónarmið um ekki komi til greina að lögreglan semji um að „fólk fái að fremja refsiverð afbrot á einhverjum umsömdum stöðum.” Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir að eftir fund með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins telji hún vilja í báðum ráðuneytum til samstarfs um lagfæringar á frumvarpinu. Skammur tími sé þó eftir af vorþingi. „Það er mikil synd ef ekki tekst að afgreiða málið núna en í versta falli myndi nefndin leggja mikla áherslu á að málið komi aftur til nefndarinnar við upphaf haustþings." Minnisblaðið varpar ljósi á ólík sjónarmið ráðuneytanna um samráð. Þar segir að fulltrúar dómsmálaráðneytisins hafi setið einn fund í heilbrigðisráðuneytinu um frumvarpið og gert athugasemdir sem ekkert tillit sé tekið til við lagasetninguna. Í frumvarpinu sjálfu lýsir heilbrigðisráðherra samráði við dómsmálaráðuneytið með öðrum hætti. Auk þess að vísa til funda í ráðuneytinu bæði með lögreglu og dómsmálaráðuneyti er gerð grein fyrir tveimur umsagnaferlum í samráðsgátt stjórnvalda. Fyrst kynningu á áformum um lagasetninguna. Um hana hafi borist fjórar umsagnir; frá Reykjavíkurborg, Rauða krossinum auk umsagna frá einstaklingum. Samráð í annað sinn hafi farið fram í samráðsgátt um drög að frumvarpinu sjálfu. Um frumvarpsdrögin hafi hins vegar aðeins ein umsögn borist, frá Rauða krossinum.
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira