Lífið

Guðni mælir ekki með Mustang

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur upp sólgleraugu þegar hann stillir sér upp við hlið Mustang-bíls.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur upp sólgleraugu þegar hann stillir sér upp við hlið Mustang-bíls. fréttablaðið/ernir

Meðlimir Mustang-klúbbsins heimsóttu í gær Bessastaði þar sem fornminjar voru skoðaðar ásamt gömlum forsetabílum. Steinþór Jónasson, formaður Mustang-klúbbsins segir í samtali við fréttastofu Vísis virkilega gaman að hafa fengið að koma að Bessastöðum og heimsóknina hafa verið mikla upplifun fyrir marga.

Vikulega hittast meðlimir Mustang-klúbbsins á hinum ýmsu stöðum í Reykjavík og eru nokkur hundruð einstaklingar skráðir í klúbbinn. Þó mæti ekki svo margir á fundina en í gær keyrðu 36 bílar úr Hafnarfirði og upp á Bessastaði.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti ökuþórunum og hafði hann á orði við blaðamenn Fréttablaðsins sem voru á staðnum að hann gæti ekki mælt með því að allir Íslendingar eignuðust Mustang bíla af umhverfisástæðum en þeir væru þó hið fínasta áhugamál.

Tæplega níutíu manns tóku þátt í viðburðinum og voru þarna heilu fjölskyldurnar. Steinþór segir vel hafi verið tekið á móti hópnum og hafi verið einstaklega gaman að skoða fornminjarnar og gömlu forsetabílana. Þar hafi Packard bíll og Cadillac verið til sýnis.

„Mustang bílarnir sem voru þarna í gær voru allt frá 1966 árgerð upp í 2013 árgerð. En hérna á Íslandi er til bíll frá 2017,“ segir Steinþór.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.