Innlent

Handtekinn eftir nágrannadeilur í Kópavogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan bókaði tæplega sextíu mál á þessum tímabili, frá 19 í gærkvöldi til fimm í morgun, og eru nánast allir klefa fullir.
Lögreglan bókaði tæplega sextíu mál á þessum tímabili, frá 19 í gærkvöldi til fimm í morgun, og eru nánast allir klefa fullir. Vísir/Vilhelm

Lögregla handtók mann í Kópavogi eftir nágrannadeilur í gærkvöldi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, þar sem farið yfir helstu mál gærkvöldsins og næturinnar, en þar segir að maðurinn fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu ásamt því að ráðast að lögreglu þegar ræða átti við hann. Var maðurinn vistaður í fangaklefa. 



Lögreglan bókaði tæplega sextíu mál á þessum tímabili, frá 19 í gærkvöldi til fimm í morgun, og eru nánast allir klefa fullir. 11 ökumenn voru stöðvaðir ýmist undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna ásamt því að nokkrir þeirra sem stöðvaðir voru höfðu fíkniefni meðferðis. Einnig virtust stór hluti þeirra sennilega verið búnir að gleyma því að þeir væru annað hvort búnir að missa ökuréttindi eða aldrei öðlast þau þegar þeir óku af stað.



Tilkynnt var um mann sem var að sveifla kúbeini í allar áttir við Hagkaup í Skeifunni og virtist vera í annarlegu ástandi, engum varð þó meint af þessu háttalagi. Hann var hins vegar horfin út í myrkrið þegar lögregla kom á staðinn og fannst ekki þrátt fyrir nokkra leit.



Ölvaður ökumaður handtekin í Hafnarfirði eftir að hafa ekið á ljósastaur, maðurinn vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum og hann verður í skýrsluhæfu ástandi.Ökumaður stöðvaður í hverfi 113 sem reyndist undir áhrifum fíkniefna ásamt því að hafa aldrei öðlast ökuréttindi.



Til að bæta gráu ofan á svart var bifreiðin ótryggð og einnig reyndi hann að villa á sér heimildir með því að gefa upp rangt nafn og framvísaði skilríkjum félaga síns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×