Innlent

Herjólfarnir sigla báðir um verslunarmannahelgina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þessir verða báðir á ferðinni um helgina.
Þessir verða báðir á ferðinni um helgina. Mynd/Samsett
Ferjurnar nýi og gamli Herjólfur munu báðar sigla milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Þjóðhátíðar í Eyjum, sem fram fer um helgina.

Í tilkynningu segir að ákveðið hafi verið að koma eldri Herjólfi í rekstur sérstaklega fyrir Þjóðhátíð. Ferjan muni sigla eina ferð til Eyja á föstudag klukkan 13 og eina ferð frá Eyjum á mánudag klukkan 11:30.

Nýi Herjólfur var formlega tekinn í notkun eftir langan aðdraganda í lok síðustu viku. Ferjan hefur fengið nafnið Herjólfur IV og er ætlað að leysa gamla Herjólf af hólmi.

Í tilkynningu segir að hægt verði að kaupa miða í báðar ferjur á vefnum dalurinn.is. Þá vill Þjóðhátíðarnefnd nota tækifærið og þakka Herjólfi ohf, sem sér um rekstur Herjólfs, fyrir „mikið og gott samstarf“.

„[…] því nefndin veit að mikið álag hefur verið á félaginu og starfsmönnum þess undanfarnar vikur, þau eru með þessu að mæta þörf samfélagsins fyrir auknar samgöngur.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.