Róttækari og hófsamari demókratar tókust á í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 11:07 Sanders (t.v.) og Warren (t.h.) vörðu róttækar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu í kappræðunum. AP/Paul Sancya Heilbrigðismál voru helsta bitbein miðjumanna og róttækari demókrata í öðrum sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali flokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Róttækari frambjóðendur eins og Elizabeth Warren og Bernie Sanders vörðu þar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sanders og Warren hafa verið helstu talsmenn þess að útvíkka opinberu heilbrigðisþjónustuna Medicare til allra landsmanna sem hana vilja. Medicare veitir nú aðeins eldri borgurum og fötluðu yngra fólki sjúkratryggingu. Með áætlun þeirra væru einkasjúkratryggingar felldar niður og allir landsmenn yrðu tryggðir af hinu opinbera. Deildar skoðanir eru innan flokksins um ágæti þeirra hugmynda. Sumir óttast að stefnan sé of róttæk og eigi eftir að færa repúblikönum vopn í hendur sem geti sakað flokkinn um að boða sósíalisma. „Þau fara um og segja hálfu landinu að heilbrigðisþjónustan þeirra sé ólögleg,“ sagði miðjumaðurinn John Delaney, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Maryland, um hugmyndir róttækari frambjóðendanna.Pete Buttigieg sagði samherjunum sínum að hætta að fást um hvernig repúblikanar eigi eftir að ráðast á þá fyrir forsetakosningarnar.AP/Paul SancyaSegir andstæðinga sína hrædda við stórar hugmyndir „Ég skil ekki hvers vegna einhver hefur fyrir því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna til þess eins að tala um fyrir hverju við getum ekki og ættum ekki að berjast,“ sagði Warren um varnaðarorð annarra frambjóðenda um að áhersla á róttæka uppstokkun heilbrigðiskerfisins geti kostað flokkinn atkvæði í forsetakosningunum. Sanders tók í sama streng. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á demókrötum sem eru hræddir við stórar hugmyndir,“ sagði óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sem er ekki í Demókrataflokknum sjálfur. Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri frá South Bend í Indiana og yngsti frambjóðandinn í forvalinu, hvatti flokkssystkini sín til að hætta að deila innbyrðis. Demókratar ættu að hætta að hafa áhyggjur af því hvað repúblikanar muni segja um þá. „Það er satt ef við tökum upp öfgavinstri stefnumál eiga þeir eftir að kalla okkur hóp klikkaðra sósíalista. Ef við tökum upp íhaldssömu stefnumál vitið þið hvað þeir eiga eftir að gera? Þeir eiga eftir að segja að við séum hópur klikkaðra sósíalista. Tökum því afstöðu með réttu stefnumálunum, förum út og verjum þau,“ sagði Buttigieg. Alls taka tuttugu frambjóðendur í forvalinu þátt í sjónvarpskappræðunum í Detroit. Þeim er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur rökræddu í gærkvöldi og hinir tíu koma fram í kvöld. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, eru vinsælustu frambjóðendurnir í könnunum sem taka þátt í kvöld. Fjöldinn sem fær að taka þátt í sjónvarpskappræðunum verður skorinn niður fyrir þær næstu. Þá verða gerðar strangari kröfur um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að frambjóðendur teljist gjaldgengir í kappræðurnar.Tíu frambjóðendur stigu á stokk í gær. Ekki eiga allir þeirra eftir að komast í næstu umferð kappræðnanna.AP/Paul Sancya Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Heilbrigðismál voru helsta bitbein miðjumanna og róttækari demókrata í öðrum sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali flokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Róttækari frambjóðendur eins og Elizabeth Warren og Bernie Sanders vörðu þar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sanders og Warren hafa verið helstu talsmenn þess að útvíkka opinberu heilbrigðisþjónustuna Medicare til allra landsmanna sem hana vilja. Medicare veitir nú aðeins eldri borgurum og fötluðu yngra fólki sjúkratryggingu. Með áætlun þeirra væru einkasjúkratryggingar felldar niður og allir landsmenn yrðu tryggðir af hinu opinbera. Deildar skoðanir eru innan flokksins um ágæti þeirra hugmynda. Sumir óttast að stefnan sé of róttæk og eigi eftir að færa repúblikönum vopn í hendur sem geti sakað flokkinn um að boða sósíalisma. „Þau fara um og segja hálfu landinu að heilbrigðisþjónustan þeirra sé ólögleg,“ sagði miðjumaðurinn John Delaney, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Maryland, um hugmyndir róttækari frambjóðendanna.Pete Buttigieg sagði samherjunum sínum að hætta að fást um hvernig repúblikanar eigi eftir að ráðast á þá fyrir forsetakosningarnar.AP/Paul SancyaSegir andstæðinga sína hrædda við stórar hugmyndir „Ég skil ekki hvers vegna einhver hefur fyrir því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna til þess eins að tala um fyrir hverju við getum ekki og ættum ekki að berjast,“ sagði Warren um varnaðarorð annarra frambjóðenda um að áhersla á róttæka uppstokkun heilbrigðiskerfisins geti kostað flokkinn atkvæði í forsetakosningunum. Sanders tók í sama streng. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á demókrötum sem eru hræddir við stórar hugmyndir,“ sagði óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sem er ekki í Demókrataflokknum sjálfur. Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri frá South Bend í Indiana og yngsti frambjóðandinn í forvalinu, hvatti flokkssystkini sín til að hætta að deila innbyrðis. Demókratar ættu að hætta að hafa áhyggjur af því hvað repúblikanar muni segja um þá. „Það er satt ef við tökum upp öfgavinstri stefnumál eiga þeir eftir að kalla okkur hóp klikkaðra sósíalista. Ef við tökum upp íhaldssömu stefnumál vitið þið hvað þeir eiga eftir að gera? Þeir eiga eftir að segja að við séum hópur klikkaðra sósíalista. Tökum því afstöðu með réttu stefnumálunum, förum út og verjum þau,“ sagði Buttigieg. Alls taka tuttugu frambjóðendur í forvalinu þátt í sjónvarpskappræðunum í Detroit. Þeim er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur rökræddu í gærkvöldi og hinir tíu koma fram í kvöld. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, eru vinsælustu frambjóðendurnir í könnunum sem taka þátt í kvöld. Fjöldinn sem fær að taka þátt í sjónvarpskappræðunum verður skorinn niður fyrir þær næstu. Þá verða gerðar strangari kröfur um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að frambjóðendur teljist gjaldgengir í kappræðurnar.Tíu frambjóðendur stigu á stokk í gær. Ekki eiga allir þeirra eftir að komast í næstu umferð kappræðnanna.AP/Paul Sancya
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24