Enski boltinn

Man. Utd. hafnaði tilboði Inter í Lukaku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lukaku er væntanlega á förum frá Manchester United.
Lukaku er væntanlega á förum frá Manchester United. vísir/getty

Manchester United hafnaði 54 milljóna punda tilboði Inter í Romelu Lukaku. BBC greinir frá.

Forráðamönnum United þótti tilboðið nokkuð lágt en félagið keypti Lukaku frá Everton fyrir 75 milljónir punda 2017.

Talið er að félagaskiptin velti á framtíð Mauros Icardi. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, vill losna við argentínska framherjann og Juventus hefur áhuga á honum.

Conte vill ólmur fá Lukaku. Hann hefur lýst yfir hrifningu sinni á belgíska framherjanum í fjölmiðlum og segist hafa reynt að fá hann til Chelsea þegar hann var stjóri liðsins.

Lukaku verður ekki með þegar United og Inter mætast í Singapúr í dag. Leikurinn hefst klukkan 11:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.