Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. júlí 2019 10:53 Hrafn Jökulsson kippir sér ekki upp við hótanir sem honum og Elísabetu Jökulsdóttur hafa borist. Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. Hrafn og Elísabet Jökulsbörn hafa vakið mikla athygli undanfarna daga vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri byggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Hrafn segir að þau hafi bæði fengið sterk viðbrögð við ummælum sínum um Hvalárvirkjun og umhverfisvernd. Mikið hafi verið í formi stuðningskveðja en þau grófustu hafi gengið nokkuð langt.Sjá einnig: Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum HvalárvirkjunarHrafn birti ljótustu ummælin á Facebook síðu sinni og vakti sérstaka athygli á eftirfarandi skilaboðum: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi.“ Í athugasemdum við frétt um mótmæli þeirra systkina er Elísabet einnig kölluð kjáni: „Þetta er nú meiri kjánin þessi Elísabet.“ Hrafn segist fyrst hafa orðið var við ýmis ljót ummæli í gær, meðal annars í athugasemdum við fréttina um systur sína á Vísi, í SMS-um og í einkaskilaboðum á Facebook. „Við kippum okkur ekki mikið upp við þetta." Þó segist hann hafa birt verstu ummælin á Facebook síðu sinni, sérstaklega ef þeim var beint til Elísabetar. „Ég hef þá reglu að ef fólk á eitthvað vansagt við mig og segir eitthvað þá verður það bara að eiga það við sjálft sig. En auðvitað ber að taka hótanir alvarlega og ég tek þær ekki alvarlega í minn garð en mér líkar illa við þegar fólk er að hóta fólki úr mínum frændgarði, eins og stóru systur minni henni Elísabetu, ég læt það ekki líðast.“ Hrafn segist ekki ætla að leita til lögreglu vegna ummælanna. „Nei, ég held að það verði bara aðallega að viðkomandi leiti sér sálfræðihjálpar. Ég held að það sé eina lausnin í málinu. Ef það er ekki hægt að taka málefnalega umræðu þá verður það bara svo að vera.“Elísabet Jökulsdóttir mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum við Hvalárvirkjun ákaft.Fréttablaðið/GVA„Ég er alveg fullfær um að verja sjálfan mig en þegar fólk hótar mínum nánustu þá verð ég að taka það bókstaflega.“ „Mér þykir bara dapurlegt að umræðan um umhverfismál skuli vera komin niður á þetta lága stig að þau okkar sem eru að berjast í þágu náttúru Íslands skuli sitja undir þessu.“Líður þér eins og meiri harka hafi færst í umræðu tengda umhverfismálum upp á síðkastið?„Á dauða mínum átti ég von en aldrei því að mér eða mínum yrði hótað lífláti fyrir baráttu í þágu náttúru Íslands,“ segir Hrafn. Hrafn segir baráttuna vera að færast á nýtt stig og hvatti alla „góðviljaða Íslendinga“ til að fylgjast með.Sjá einnig: Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun„Fáfræðin er alltaf leiðarljós þegar kemur að heimtufrekju, heimsku og fáfræði. Þannig að við verðum bara að vona að það sljákki í okkar góðu andstæðingum. Náttúra Íslands mun sigra að lokum,“ segir Hrafn. Hrafn segir að þessi ummæli myndu ekki hafa nein áhrif á baráttu þeirra: „Þau munu bara efla okkur og ekkert annað. Það er ekkert annað í stöðunni en sigur.“ Hrafn er jafnframt bjartsýnn á að sjónarmið umhverfisverndar verði ofan á í máli Hvalárvirkjunnar. „Við munum sigra í orustunni um Ísland, það er engin spurning.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. Hrafn og Elísabet Jökulsbörn hafa vakið mikla athygli undanfarna daga vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri byggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Hrafn segir að þau hafi bæði fengið sterk viðbrögð við ummælum sínum um Hvalárvirkjun og umhverfisvernd. Mikið hafi verið í formi stuðningskveðja en þau grófustu hafi gengið nokkuð langt.Sjá einnig: Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum HvalárvirkjunarHrafn birti ljótustu ummælin á Facebook síðu sinni og vakti sérstaka athygli á eftirfarandi skilaboðum: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi.“ Í athugasemdum við frétt um mótmæli þeirra systkina er Elísabet einnig kölluð kjáni: „Þetta er nú meiri kjánin þessi Elísabet.“ Hrafn segist fyrst hafa orðið var við ýmis ljót ummæli í gær, meðal annars í athugasemdum við fréttina um systur sína á Vísi, í SMS-um og í einkaskilaboðum á Facebook. „Við kippum okkur ekki mikið upp við þetta." Þó segist hann hafa birt verstu ummælin á Facebook síðu sinni, sérstaklega ef þeim var beint til Elísabetar. „Ég hef þá reglu að ef fólk á eitthvað vansagt við mig og segir eitthvað þá verður það bara að eiga það við sjálft sig. En auðvitað ber að taka hótanir alvarlega og ég tek þær ekki alvarlega í minn garð en mér líkar illa við þegar fólk er að hóta fólki úr mínum frændgarði, eins og stóru systur minni henni Elísabetu, ég læt það ekki líðast.“ Hrafn segist ekki ætla að leita til lögreglu vegna ummælanna. „Nei, ég held að það verði bara aðallega að viðkomandi leiti sér sálfræðihjálpar. Ég held að það sé eina lausnin í málinu. Ef það er ekki hægt að taka málefnalega umræðu þá verður það bara svo að vera.“Elísabet Jökulsdóttir mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum við Hvalárvirkjun ákaft.Fréttablaðið/GVA„Ég er alveg fullfær um að verja sjálfan mig en þegar fólk hótar mínum nánustu þá verð ég að taka það bókstaflega.“ „Mér þykir bara dapurlegt að umræðan um umhverfismál skuli vera komin niður á þetta lága stig að þau okkar sem eru að berjast í þágu náttúru Íslands skuli sitja undir þessu.“Líður þér eins og meiri harka hafi færst í umræðu tengda umhverfismálum upp á síðkastið?„Á dauða mínum átti ég von en aldrei því að mér eða mínum yrði hótað lífláti fyrir baráttu í þágu náttúru Íslands,“ segir Hrafn. Hrafn segir baráttuna vera að færast á nýtt stig og hvatti alla „góðviljaða Íslendinga“ til að fylgjast með.Sjá einnig: Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun„Fáfræðin er alltaf leiðarljós þegar kemur að heimtufrekju, heimsku og fáfræði. Þannig að við verðum bara að vona að það sljákki í okkar góðu andstæðingum. Náttúra Íslands mun sigra að lokum,“ segir Hrafn. Hrafn segir að þessi ummæli myndu ekki hafa nein áhrif á baráttu þeirra: „Þau munu bara efla okkur og ekkert annað. Það er ekkert annað í stöðunni en sigur.“ Hrafn er jafnframt bjartsýnn á að sjónarmið umhverfisverndar verði ofan á í máli Hvalárvirkjunnar. „Við munum sigra í orustunni um Ísland, það er engin spurning.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira