Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum álversins var lokað af öryggisástæðum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í verinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum.Við segjum einnig frá því að kaupendur þrotabús WOW air funduðu með forsvarsmönnum Isavia fyrir helgi en líklegt er að nýir eigendur flugfélagsins kynni fyrirætlanir sínar um rekstur þess í þessari viku.Illa hefði getað fariðþegar rússneskur verksmiðjutogari byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í gær en fjórir unglingar voru um borð. Það tókst að halda honum á floti og verður hann rifinn á næstunni.Deila Breta og Írana vegna olíuskipsins Stena Impero, sem Íranar hertóku á föstudag er enn í hnút og Indverjar sendu mannlaust geimfar á loft í morgun sem lendir á tunglinu í september ef ekkert fer úrskeiðis.Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.