Snarpur jarðskjálfti norðan við Siglufjörð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. júlí 2019 01:09 Mælingar gefa til kynna að skjálftinn hafi verið af stærðinni 4,6 skjáskot af vef Veðurstofu Íslands Snarpur jarðskjálfti reið yfir um tuttugu kílómetra norð-norðvestur af Siglufirði fimm mínútur fyrir klukkan eitt í nótt. Hann mældist 4,3 að stærð og fannst vel á öllu Eyjafjarðarsvæðinu og víðar. Til að mynda fannst hann vel á Akureyri. Jarðskjálftinn var á 2,7 km dýpi. Davíð Rúnar Gunnarsson, íbúi á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að í fyrstu hefði hann talið að stór vörubíll væri að aka fram hjá en svo hafi krafturinn aukist og á endanum hafi allt farið af stað. Hann segir að páfagaukurinn á heimilinu hafi orðið brjálaður á meðan þetta gekk yfir. Hann segir skjálftann hafa riðið yfir á nokkrum sekúndum. Davíð segir að þetta sé í fyrsta skipti í 15 ár sem hann finni fyrir jarðskjálfta í húsinu sem hann býr í. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, íbúi á Blönduósi, varð vör við skjálftann líkt og Davíð og lýsir honum og aðdragandanum eins. Líkt og vörubíll væri að aka fram hjá húsinu. Svo hafi allt nötrað og fann hún rúmið sitt hristast vel. Hún segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei fundið fyrir eins snörpum jarðskjálfa á Blönduósi og segir tilfinninguna hafa verið óþægilega. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur töluvert af grjóti hrunið í fjöllum við Siglufjörð. Þá hafa fréttastofu borist fregnir um að skjálftinn hafi fundist á Blönduósi með miklum drunum á undan. Skjálftinn eru á þekktu brotabelti, Tjörnesbrotabeltinu og hefur nokkur skjálftavirkni verið á svæðinu.Uppfært klukkan 09:35: Veðurstofan hefur endurreiknað stærð jarðskjálftans sem varð norður af Siglufirði í nótt með frekari gögnum og reyndist hann vera 4,3 að stærð. Nokkrir minni eftirskjálftar mældust eftir þann stóra, sá stærsti 2,7 að stærð, en rólegt hefur verið á svæðinu í morgun.Skjálftinn varð tæpa 20 kílómetra norður af SiglufirðiSkjáskot af vef Veðurstofu ÍslandsAlmannavarnadeild Ríkislögreglustjóra gert viðvart Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn frá Sauðárkróki austur á Húsavík. Ekki hafa borist tilkynningar um skemmdir. Einn smáskjálfti kom rétt á eftir þeim stóra og má búast við að einhver skjálftavirkni verði áfram. Veðurstofan hefur fengið fleiri en hundrað tilkynningar vegna jarðskjálftans. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að nokkrir eftirskjálftar hafi mælst frá því stóri skjálftinn reið yfir en að þeir hafi allir verið undir 3 að stærð. Böðvar segir atburðinn ekki óvenjulegan, skjálftinn varð á þekktum stað og að síðast hafi þar orðið öflug jarðskjálftahrina árið 2012, þar sem tveir skjálftar mældust yfir 5 að stærð og nokkrir fjórir að stærð. Hann segir ómögulegt að segja til um framhaldið. Til að mynda hafi jarðskjálftahrinan 2012 staðið yfir í einhvern tíma. Eins og er séu jarðskjálftarnir nú ekki eins öflugir. Aðspurður segir Böðvar að bakvakt Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hafi verið gert viðvart. Áfram verði fylgst vel með þróuninni og hefur auka mannskapur verið kallaður út hjá veðurstofunni. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið vegna jarðskorpuhreyfinga á Tjörnesbrotabeltinu. Nánari staðsetning skjálftans sé vestast á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Öflug jarðskjálftahrina hafi orðið á svipuðum slóðum haustið 2012. Stærstu skjálftarnir í þeirri hrinu voru 5,6 og 5,4 að stærð. Árið 2018 urðu þrír skjálftar stærri en 3,0 að stærð á svæðinu, en skjálftinn í nótt er sá fyrsti síðan 2012 sem er stærri en 4,0 að stærð. Fréttastofan minnir á leiðbeiningar frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um viðbrögð við jarðskjálftum sem má lesa hér.Hér má sjá vefmyndavélar af svæðinu.Fréttin hefur verið uppfærðFrá Siglufirði í nóttSkjáskot úr vefmyndavél Trölli.is Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Sá stærsti var 5,6 stig Stærstu skjálftarnir í nótt voru 5,6 að stærð og 4,8 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 21. október 2012 16:57 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Snarpur jarðskjálfti reið yfir um tuttugu kílómetra norð-norðvestur af Siglufirði fimm mínútur fyrir klukkan eitt í nótt. Hann mældist 4,3 að stærð og fannst vel á öllu Eyjafjarðarsvæðinu og víðar. Til að mynda fannst hann vel á Akureyri. Jarðskjálftinn var á 2,7 km dýpi. Davíð Rúnar Gunnarsson, íbúi á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að í fyrstu hefði hann talið að stór vörubíll væri að aka fram hjá en svo hafi krafturinn aukist og á endanum hafi allt farið af stað. Hann segir að páfagaukurinn á heimilinu hafi orðið brjálaður á meðan þetta gekk yfir. Hann segir skjálftann hafa riðið yfir á nokkrum sekúndum. Davíð segir að þetta sé í fyrsta skipti í 15 ár sem hann finni fyrir jarðskjálfta í húsinu sem hann býr í. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, íbúi á Blönduósi, varð vör við skjálftann líkt og Davíð og lýsir honum og aðdragandanum eins. Líkt og vörubíll væri að aka fram hjá húsinu. Svo hafi allt nötrað og fann hún rúmið sitt hristast vel. Hún segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei fundið fyrir eins snörpum jarðskjálfa á Blönduósi og segir tilfinninguna hafa verið óþægilega. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur töluvert af grjóti hrunið í fjöllum við Siglufjörð. Þá hafa fréttastofu borist fregnir um að skjálftinn hafi fundist á Blönduósi með miklum drunum á undan. Skjálftinn eru á þekktu brotabelti, Tjörnesbrotabeltinu og hefur nokkur skjálftavirkni verið á svæðinu.Uppfært klukkan 09:35: Veðurstofan hefur endurreiknað stærð jarðskjálftans sem varð norður af Siglufirði í nótt með frekari gögnum og reyndist hann vera 4,3 að stærð. Nokkrir minni eftirskjálftar mældust eftir þann stóra, sá stærsti 2,7 að stærð, en rólegt hefur verið á svæðinu í morgun.Skjálftinn varð tæpa 20 kílómetra norður af SiglufirðiSkjáskot af vef Veðurstofu ÍslandsAlmannavarnadeild Ríkislögreglustjóra gert viðvart Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn frá Sauðárkróki austur á Húsavík. Ekki hafa borist tilkynningar um skemmdir. Einn smáskjálfti kom rétt á eftir þeim stóra og má búast við að einhver skjálftavirkni verði áfram. Veðurstofan hefur fengið fleiri en hundrað tilkynningar vegna jarðskjálftans. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að nokkrir eftirskjálftar hafi mælst frá því stóri skjálftinn reið yfir en að þeir hafi allir verið undir 3 að stærð. Böðvar segir atburðinn ekki óvenjulegan, skjálftinn varð á þekktum stað og að síðast hafi þar orðið öflug jarðskjálftahrina árið 2012, þar sem tveir skjálftar mældust yfir 5 að stærð og nokkrir fjórir að stærð. Hann segir ómögulegt að segja til um framhaldið. Til að mynda hafi jarðskjálftahrinan 2012 staðið yfir í einhvern tíma. Eins og er séu jarðskjálftarnir nú ekki eins öflugir. Aðspurður segir Böðvar að bakvakt Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hafi verið gert viðvart. Áfram verði fylgst vel með þróuninni og hefur auka mannskapur verið kallaður út hjá veðurstofunni. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið vegna jarðskorpuhreyfinga á Tjörnesbrotabeltinu. Nánari staðsetning skjálftans sé vestast á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Öflug jarðskjálftahrina hafi orðið á svipuðum slóðum haustið 2012. Stærstu skjálftarnir í þeirri hrinu voru 5,6 og 5,4 að stærð. Árið 2018 urðu þrír skjálftar stærri en 3,0 að stærð á svæðinu, en skjálftinn í nótt er sá fyrsti síðan 2012 sem er stærri en 4,0 að stærð. Fréttastofan minnir á leiðbeiningar frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um viðbrögð við jarðskjálftum sem má lesa hér.Hér má sjá vefmyndavélar af svæðinu.Fréttin hefur verið uppfærðFrá Siglufirði í nóttSkjáskot úr vefmyndavél Trölli.is
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Sá stærsti var 5,6 stig Stærstu skjálftarnir í nótt voru 5,6 að stærð og 4,8 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 21. október 2012 16:57 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Sá stærsti var 5,6 stig Stærstu skjálftarnir í nótt voru 5,6 að stærð og 4,8 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 21. október 2012 16:57