Blanda saman tveimur ólíkum heimum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. júlí 2019 10:00 Mikael og Lilja eru að undirbúa tónleikaferð um landið þar sem þau flytja eigið efni. Fréttablaðið/Stefán Systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn halda í tónleikaferðalag um landið í lok júlí og byrjun ágúst. Tónleikaröðin hefst í Ólafsfjarðarkirkju 27. júlí, síðan spila þau í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í Akureyrarkirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og enda í Mengi, Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst. Á efnisskrá er verk sem þau sömdu í sameiningu sérstaklega fyrir þessa tónleikaferð. Mikael er nýfluttur heim frá Svíþjóð en Lilja býr í Hollandi en flytur til London í haust þar sem hún hefur doktorsnám í tónsmíðum. Þau voru hvort í sínu landinu þegar þau sömdu verkið sem þau flytja í tónleikaferðalaginu. „Við búum á sitt hvorum staðnum og sömdum sjö lög hvort. Það skipti okkur miklu máli að hafa heildarsvip á verkinu og við sömdum því sögu í þjóðsagnastíl og byggðum verkið á framvindu sögunnar. Þannig gátum við unnið sitt í hvoru lagi að sama efniviði. Lilja vinnur aðallega í samtímaklassík og ég er með djassbakgrunn og tónlistin okkar blandar þessum tveimur ólíku heimum saman,“ segir Mikael.Ákveðin heild Spurð hvort lög þeirra séu lík eða gjörólík segir Lilja: „Þau eru ólík en mér finnst þau um leið mynda ákveðna heild. Stundum tók ég stef úr lögum Mikaels og vann þau á nýjan hátt þannig að það má greina laglínur hans en lögin eru samt allt öðruvísi en lög hans.“ Mikael spilar á gítar og spiladós og syngur. Lilja spilar á píanó og fiðlu og syngur og stýrir rafparti tónlistarinnar sem er byggður á umhverfishljóðum og hljóðum úr hljóðfærum, þar á meðal heimagerðum spiladósum. „Þessi rafheimur blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna,“ segir hún. Spurð hvort þau hafi áður unnið saman segir Lilja: „Í fyrra þegar ég var að gera meistaraverkefnið mitt þá samdi ég verk fyrir Mikael. Þar vorum við að vinna náið saman og skoða samband tónskáldsins og flytjandans. Þetta nýja verk kviknaði út frá því að okkur langaði til að gera meira og skoða enn frekar línurnar á milli tónskáldsins og flytjandans. Vegna þess að við höfum fylgst með sköpunarferli hvort annars frá byrjun og þekkjum tónlist hvort annars mjög vel þá fær flytjandinn mjög frjálsar hendur í þessu verki og það myndast ákveðnir spunakaflar út frá því.“Engar hindranir „Það er mjög sérstakt fyrir mig að spila tónlistina hennar Lilju,“ segir Mikael. „Þegar ég spila djasstónlist og sönglög þá eru alls konar hindranir í harmóníu og laglínu sem ég þarf að veita athygli. Tónlist Lilju er mjög tær og abstrakt og þegar maður spilar hana þarf maður að setja alla athyglina í tilfinninguna. Það er það sem maður vill gera í allri tónlist en það er mjög auðvelt í tónlist Lilju því þar eru engar hindranir.“ „Ég finn mjög sterka tengingu við verkin hans Mikaels. Ég hef fengið að fylgjast með sköpunarferlinu og tengi vel við hugmyndir hans,“ segir Lilja. „Hann hefur einstakt lag á að finna fallegar laglínur og harmóníur og byggir upp mörg lög af ryþmum og áferðum sem mynda fallega heild í samspili. Hann veit svo vel hvað hann vill gera og það er afskaplega gaman að vinna með honum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn halda í tónleikaferðalag um landið í lok júlí og byrjun ágúst. Tónleikaröðin hefst í Ólafsfjarðarkirkju 27. júlí, síðan spila þau í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í Akureyrarkirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og enda í Mengi, Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst. Á efnisskrá er verk sem þau sömdu í sameiningu sérstaklega fyrir þessa tónleikaferð. Mikael er nýfluttur heim frá Svíþjóð en Lilja býr í Hollandi en flytur til London í haust þar sem hún hefur doktorsnám í tónsmíðum. Þau voru hvort í sínu landinu þegar þau sömdu verkið sem þau flytja í tónleikaferðalaginu. „Við búum á sitt hvorum staðnum og sömdum sjö lög hvort. Það skipti okkur miklu máli að hafa heildarsvip á verkinu og við sömdum því sögu í þjóðsagnastíl og byggðum verkið á framvindu sögunnar. Þannig gátum við unnið sitt í hvoru lagi að sama efniviði. Lilja vinnur aðallega í samtímaklassík og ég er með djassbakgrunn og tónlistin okkar blandar þessum tveimur ólíku heimum saman,“ segir Mikael.Ákveðin heild Spurð hvort lög þeirra séu lík eða gjörólík segir Lilja: „Þau eru ólík en mér finnst þau um leið mynda ákveðna heild. Stundum tók ég stef úr lögum Mikaels og vann þau á nýjan hátt þannig að það má greina laglínur hans en lögin eru samt allt öðruvísi en lög hans.“ Mikael spilar á gítar og spiladós og syngur. Lilja spilar á píanó og fiðlu og syngur og stýrir rafparti tónlistarinnar sem er byggður á umhverfishljóðum og hljóðum úr hljóðfærum, þar á meðal heimagerðum spiladósum. „Þessi rafheimur blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna,“ segir hún. Spurð hvort þau hafi áður unnið saman segir Lilja: „Í fyrra þegar ég var að gera meistaraverkefnið mitt þá samdi ég verk fyrir Mikael. Þar vorum við að vinna náið saman og skoða samband tónskáldsins og flytjandans. Þetta nýja verk kviknaði út frá því að okkur langaði til að gera meira og skoða enn frekar línurnar á milli tónskáldsins og flytjandans. Vegna þess að við höfum fylgst með sköpunarferli hvort annars frá byrjun og þekkjum tónlist hvort annars mjög vel þá fær flytjandinn mjög frjálsar hendur í þessu verki og það myndast ákveðnir spunakaflar út frá því.“Engar hindranir „Það er mjög sérstakt fyrir mig að spila tónlistina hennar Lilju,“ segir Mikael. „Þegar ég spila djasstónlist og sönglög þá eru alls konar hindranir í harmóníu og laglínu sem ég þarf að veita athygli. Tónlist Lilju er mjög tær og abstrakt og þegar maður spilar hana þarf maður að setja alla athyglina í tilfinninguna. Það er það sem maður vill gera í allri tónlist en það er mjög auðvelt í tónlist Lilju því þar eru engar hindranir.“ „Ég finn mjög sterka tengingu við verkin hans Mikaels. Ég hef fengið að fylgjast með sköpunarferlinu og tengi vel við hugmyndir hans,“ segir Lilja. „Hann hefur einstakt lag á að finna fallegar laglínur og harmóníur og byggir upp mörg lög af ryþmum og áferðum sem mynda fallega heild í samspili. Hann veit svo vel hvað hann vill gera og það er afskaplega gaman að vinna með honum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira