Tony Omos dæmdur fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2019 11:00 Dómur yfir Tony Omos var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vísir Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Tony Omos í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir skjalafals við hælisumsókn hans árið 2015. Tony, sem öðlaðist landsfrægð í Lekamálinu svokallaða, játaði brot sitt án undandráttar og kom það til refsilækkunar, sem og hreint sakavottorð hans og óútskýrður dráttur á rannsókn málsins. Í dómi héraðsdóms er þess getið að Tony hafi í september 2015 fengið lögmann sinn til að leggja fram „grunnfalsað ökuskírteini frá Nígeríu,“ þangað sem Tony á rætur að rekja, við Útlendingastofnun vegna umsóknar hans um hæli hér á landi. Það telst varða við 155. grein hegningarlaga, þar sem segir að hver sá sem notar falsað skjal, til þess að blekkja með því í lögskiptum, skuli sæta fangelsi allt að 8 árum. Við þingfestingu málsins játaði Tony brot sitt og þótti þar með sannað að hann hafi gerst sekur um skjalafals. Lengd fangelsisdómsins tók mið af játningunni sem og sú staðreynd að ekkert virðist benda til þess að hann hafi áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Sakavottorð Tony, sem er ríkisborgari Nígeríu, lá þó ekki frammi í málinu. „Fyrir liggur að mikill óútskýrður dráttur varð á rannsókn máls þessa og útgáfu ákæru. Að því gættu þykir ekki annað koma til álita en fresta fullnustu refsingar ákærða og skal refsingin falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dómi héraðsdóms sem kveðinn var upp í síðustu viku.Lekamálið hafi enn áhrif Sem fyrr segir varð Tony Omos landsfrægur eftir að röngum og ærumeiðandi upplýsingum um hann og barnsmóður hans var lekið úr innanríkisráðuneytinu haustið 2013. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hlaut átta mánaða dóm fyrir hafa lekið upplýsingunum. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sagði jafnframt af sér „[t]il að skapa frið um störf ráðuneytisins og til að hlífa þeim sem þetta mál hefur bitnað illa á,“ eins og Hanna Birna orðaði það í afsagnaryfirlýsingu sinni.Þrátt fyrir að næstum fimm ár séu liðin frá afsögn Hönnu Birnu hefur Tony sagt Lekamálið enn hafa merkjanleg áhrif á líf sitt. Hann eigi erfitt með að fá vinnu og hafi jafnvel íhugað að skipta um nafn. Hann býr nú í Reykjanesbæ en segist hafa hugleitt að flytja til Reykjavíkur til að auka möguleika sína á því að finna starf. Dómsmál Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr: Óbærilegt að sjá Hönnu Birnu líða fyrir mistök mín Gísli Freyr Valdórsson segir litla hópa innan Sjálfstæðisflokksins sparka í varaformanninn liggjandi og veita Hönnu Birnu náðarhöggið. 2. október 2015 17:49 Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Ríkið sýknað af kröfu Tony Omos Málsmeðferð hælisumsóknar Tony Omos verður ekki endurtekin. 24. september 2015 16:41 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Tony Omos í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir skjalafals við hælisumsókn hans árið 2015. Tony, sem öðlaðist landsfrægð í Lekamálinu svokallaða, játaði brot sitt án undandráttar og kom það til refsilækkunar, sem og hreint sakavottorð hans og óútskýrður dráttur á rannsókn málsins. Í dómi héraðsdóms er þess getið að Tony hafi í september 2015 fengið lögmann sinn til að leggja fram „grunnfalsað ökuskírteini frá Nígeríu,“ þangað sem Tony á rætur að rekja, við Útlendingastofnun vegna umsóknar hans um hæli hér á landi. Það telst varða við 155. grein hegningarlaga, þar sem segir að hver sá sem notar falsað skjal, til þess að blekkja með því í lögskiptum, skuli sæta fangelsi allt að 8 árum. Við þingfestingu málsins játaði Tony brot sitt og þótti þar með sannað að hann hafi gerst sekur um skjalafals. Lengd fangelsisdómsins tók mið af játningunni sem og sú staðreynd að ekkert virðist benda til þess að hann hafi áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Sakavottorð Tony, sem er ríkisborgari Nígeríu, lá þó ekki frammi í málinu. „Fyrir liggur að mikill óútskýrður dráttur varð á rannsókn máls þessa og útgáfu ákæru. Að því gættu þykir ekki annað koma til álita en fresta fullnustu refsingar ákærða og skal refsingin falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dómi héraðsdóms sem kveðinn var upp í síðustu viku.Lekamálið hafi enn áhrif Sem fyrr segir varð Tony Omos landsfrægur eftir að röngum og ærumeiðandi upplýsingum um hann og barnsmóður hans var lekið úr innanríkisráðuneytinu haustið 2013. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hlaut átta mánaða dóm fyrir hafa lekið upplýsingunum. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sagði jafnframt af sér „[t]il að skapa frið um störf ráðuneytisins og til að hlífa þeim sem þetta mál hefur bitnað illa á,“ eins og Hanna Birna orðaði það í afsagnaryfirlýsingu sinni.Þrátt fyrir að næstum fimm ár séu liðin frá afsögn Hönnu Birnu hefur Tony sagt Lekamálið enn hafa merkjanleg áhrif á líf sitt. Hann eigi erfitt með að fá vinnu og hafi jafnvel íhugað að skipta um nafn. Hann býr nú í Reykjanesbæ en segist hafa hugleitt að flytja til Reykjavíkur til að auka möguleika sína á því að finna starf.
Dómsmál Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr: Óbærilegt að sjá Hönnu Birnu líða fyrir mistök mín Gísli Freyr Valdórsson segir litla hópa innan Sjálfstæðisflokksins sparka í varaformanninn liggjandi og veita Hönnu Birnu náðarhöggið. 2. október 2015 17:49 Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Ríkið sýknað af kröfu Tony Omos Málsmeðferð hælisumsóknar Tony Omos verður ekki endurtekin. 24. september 2015 16:41 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Gísli Freyr: Óbærilegt að sjá Hönnu Birnu líða fyrir mistök mín Gísli Freyr Valdórsson segir litla hópa innan Sjálfstæðisflokksins sparka í varaformanninn liggjandi og veita Hönnu Birnu náðarhöggið. 2. október 2015 17:49
Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00
Ríkið sýknað af kröfu Tony Omos Málsmeðferð hælisumsóknar Tony Omos verður ekki endurtekin. 24. september 2015 16:41