Innlent

Nýr Herjólfur siglir á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja um miðjan júní.
Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja um miðjan júní. Eyjar.net/Tryggvi Már

Nýr Herjólfur mun sigla tvær síðustu ferðirnar til Vestmannaeyja annað kvöld. Fyrsta siglingin með nýja Herjólfi verður klukkan 19:30 og verður ferjan síðan notuð hér eftir við farþegaflutninga frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar.

Þetta staðfestir Guðbjartur Ellert Jónasson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., í samtali við Vísi. Búið er að bæta við fríholtunum á bryggjunni og fendurum á ferjuna svo þetta sé hægt en varðandi þann galla sem gerði það að verkum að ekki var hægt að nota ferjuna í farþegaflutninga þá er það sögn Guðbjartar einfaldlega ábyrgðartjón sem tekið verður á seint í september.

Mun sú viðgerð ekki trufla rekstur nýja Herjólfs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.