Innlent

Nýr Herjólfur siglir á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja um miðjan júní.
Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja um miðjan júní. Eyjar.net/Tryggvi Már
Nýr Herjólfur mun sigla tvær síðustu ferðirnar til Vestmannaeyja annað kvöld. Fyrsta siglingin með nýja Herjólfi verður klukkan 19:30 og verður ferjan síðan notuð hér eftir við farþegaflutninga frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar.Þetta staðfestir Guðbjartur Ellert Jónasson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., í samtali við Vísi. Búið er að bæta við fríholtunum á bryggjunni og fendurum á ferjuna svo þetta sé hægt en varðandi þann galla sem gerði það að verkum að ekki var hægt að nota ferjuna í farþegaflutninga þá er það sögn Guðbjartar einfaldlega ábyrgðartjón sem tekið verður á seint í september.Mun sú viðgerð ekki trufla rekstur nýja Herjólfs.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.