Besti leikmaður HM kvenna ætlar að skrifa bók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 09:00 Megan Rapinoe hefur mikill karkater og hefur góðan boðskap. Getty/Brian Ach Árið 2019 hefur verið magnað hjá bandarísku knattspyrnukonunni Megan Rapinoe sem varð fyrst heimsfræg fyrir að stinga upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta en fylgdi því síðan eftir með að ná gullnu þrennunni á HM í Frakklandi. Megan Rapinoe varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu auk þess að vinna líka Gullhnöttinn sem besti leikmaður mótsins og gullskóinn sem markahæsti leikmaður mótsins. Megan Rapinoe hefur verið frábær talsmaður bandaríska liðsins og kvennaknattspyrnu í heiminum með því að berjast fyrir jafnrétti og samstöðu frekar en óréttlæti og ósætti sem hefur aukist eftir að Donald Trump tók við.Megan Rapinoe, a captain of the United States women’s soccer team, has scored a book deal. “I hope this book will inspire people to find what they can do, and in turn inspire other people around them to do the same,” she said. https://t.co/zlZY2r6v3k — The New York Times (@nytimes) July 25, 2019 Megan Rapinoe er núna búin að finna nýja leið til að koma boðskap sínum til skila. New York Times segir frá því að Megan Rapinoe sé nú að skrifa bók sem eigi að koma út næsta haust. „Ég vonast til þess að þessi bók muni hvetja fólk til að gera það sem það getur og um leið hvetja annað fólk í kringum sig til að fylgja í kjölfarið,“ sagði Megan Rapinoe við New York Times. Rapinoe hefur ekki valið nafn fyrir bók sína en þetta verður bók um meira en íþróttir. Miðað við ræður Megan Rapinoe á sigurhátíð bandaríska liðsins og viðtöl hennar við bandaríska fjölmiðla þá verður hún örugglega mjög pólitísk.Two-time World Cup champ Olympic gold medalist ? USWNT co-captain ? Author Megan Rapinoe is writing a book. https://t.co/cgZaiZBlOI — Sporting News (@sportingnews) July 25, 2019Penguin Press gefur bókina út og segir að í bók þessari muni Rapinoe segja frá persónulegum hlutum og því sem hún hefur lært á sinni viðburðaríku ævi. „Fullt af konum, margar frábærir fótboltamenn, hafa skrifað endurminningar. Megan hefur annan vettvang. Ég horfði á HM og hugsaði. Þarna er kona sem líður vel í eigin skinni,“ sagði Ann Godoff, forseti og ritstjóri útgáfunnar. Hún sá það á eigin börnum hvað þau voru spennt fyrir Rapinoe vegna ósvikinnar framkomu hennar. „Hún er bara að koma frá hreinskilnum og afdráttarlausum stað þar sem hún kemur óhrædd fram og segir: Þetta er ég. Það er það sem ég tel að muni hrífa marga,“ sagði Godoff.Hún er mjög vinsæl með unga fólksins.Getty/Jeff Siner Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Árið 2019 hefur verið magnað hjá bandarísku knattspyrnukonunni Megan Rapinoe sem varð fyrst heimsfræg fyrir að stinga upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta en fylgdi því síðan eftir með að ná gullnu þrennunni á HM í Frakklandi. Megan Rapinoe varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu auk þess að vinna líka Gullhnöttinn sem besti leikmaður mótsins og gullskóinn sem markahæsti leikmaður mótsins. Megan Rapinoe hefur verið frábær talsmaður bandaríska liðsins og kvennaknattspyrnu í heiminum með því að berjast fyrir jafnrétti og samstöðu frekar en óréttlæti og ósætti sem hefur aukist eftir að Donald Trump tók við.Megan Rapinoe, a captain of the United States women’s soccer team, has scored a book deal. “I hope this book will inspire people to find what they can do, and in turn inspire other people around them to do the same,” she said. https://t.co/zlZY2r6v3k — The New York Times (@nytimes) July 25, 2019 Megan Rapinoe er núna búin að finna nýja leið til að koma boðskap sínum til skila. New York Times segir frá því að Megan Rapinoe sé nú að skrifa bók sem eigi að koma út næsta haust. „Ég vonast til þess að þessi bók muni hvetja fólk til að gera það sem það getur og um leið hvetja annað fólk í kringum sig til að fylgja í kjölfarið,“ sagði Megan Rapinoe við New York Times. Rapinoe hefur ekki valið nafn fyrir bók sína en þetta verður bók um meira en íþróttir. Miðað við ræður Megan Rapinoe á sigurhátíð bandaríska liðsins og viðtöl hennar við bandaríska fjölmiðla þá verður hún örugglega mjög pólitísk.Two-time World Cup champ Olympic gold medalist ? USWNT co-captain ? Author Megan Rapinoe is writing a book. https://t.co/cgZaiZBlOI — Sporting News (@sportingnews) July 25, 2019Penguin Press gefur bókina út og segir að í bók þessari muni Rapinoe segja frá persónulegum hlutum og því sem hún hefur lært á sinni viðburðaríku ævi. „Fullt af konum, margar frábærir fótboltamenn, hafa skrifað endurminningar. Megan hefur annan vettvang. Ég horfði á HM og hugsaði. Þarna er kona sem líður vel í eigin skinni,“ sagði Ann Godoff, forseti og ritstjóri útgáfunnar. Hún sá það á eigin börnum hvað þau voru spennt fyrir Rapinoe vegna ósvikinnar framkomu hennar. „Hún er bara að koma frá hreinskilnum og afdráttarlausum stað þar sem hún kemur óhrædd fram og segir: Þetta er ég. Það er það sem ég tel að muni hrífa marga,“ sagði Godoff.Hún er mjög vinsæl með unga fólksins.Getty/Jeff Siner
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira