Fræin eru af kvenöspum og valda ekki ofnæmi að sögn sérfræðinga nema hjá þeim sem eru ofurviðkvæmir. Frjóin af karlöspunum eru miklu líklegri til að valda ofnæmi en þau eru mun smærri en fræ kvenasparinnar.
Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, segir kvenfræin mest áberandi þessa dagana.

Það sé auðvitað ekki svo að hvert einasta fræ verði frjótt og það fari sömuleiðis eftir veðurfari. En það sé þó töluvert algengt og asparplöntur skjóti upp rótum hér og þar.
Kornin eru sérstaklega snemma á ferðinni í ár.
„Allur gróðurinn er óvenju snemma á ferðinni, kannski tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. Það er af því við fengum svo hlýjan apríl. Svo var maí prýðilegur þótt það hafi stundum verið aðeins kalt. Svo hefur verið gleði í júní og það gengur allt vel.“
Rætt var við Þórólf í fréttum Stöðvar 2.