Lífið

Beyoncé gefur út nýtt lag úr The Lion King

Eiður Þór Árnason skrifar
Lagið er hluti af væntanlegri Lion King breiðskífu.
Lagið er hluti af væntanlegri Lion King breiðskífu. Disney
Stórstjarnan Beyoncé gaf í dag út nýtt lag sem verður hluti af væntanlegri kvikmynd Disney um Konung ljónanna eða The Lion King.Lagið sem ber nafnið Spirit hefur hlotið góðar undirtektir og mun eflaust gera marga aðdáendur Beyoncé enn spenntari fyrir stórmyndinni, þar sem Beyoncé sjálf mun ljá ljónynjunni Nölu rödd sína.Kvikmyndin sem byggð er á einni þekktustu teiknimynd Walt Disney samsteypunnar frá upphafi, mun ásamt henni skarta stórstjörnum á borð við Donald Glover, Keegan-Michael Key og Seth Rogen.


Tengdar fréttir

Disney-árið mikla 2019

Disney-samsteypan mun varla þurfa að senda frá sér neikvæðar afkomuviðvaranir á þessu ári. Fyrirtækið á flestar þeirra bíómynda sem beðið er með mestri eftirvæntingu 2019, þar á meðal Star Wars: Episode IX og Avengers: Endgame.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.