Bíó og sjónvarp

Birta nýja stiklu Lion King myndarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Feðgarnir Mustafa og Simbi.
Feðgarnir Mustafa og Simbi.

Disney hefur birt nýja stiklu fyrir Lion King myndina sem frumsýnd verður í sumar.

Myndarinnar er beðið með nokkurri eftirvæntingu en í stiklunni má hlýða á rödd James Earl Jones þar sem hann túlkar Mustafa, föður Simba, rétt eins og í upprunalegu teiknimyndinni sem frumsýnd var 1994.

Í stiklunni má einnig sjá söguhetjuna Simba (Donald Glover), illmennið Skara (Chiwetel Ejiofor), Púmba (Seth Rogen) og Tímon (Billy Eichner). Loks má sjá Nölu en það er söngkonan Beyonce Knowles-Carter túlkar hana í myndinni.

Myndin verður frumsýnd þann 19. júlí.

Sjá má stikluna að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.