Lífið

Táraflóð eftir töfrum líkastan flutning á Imagine

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mangaður söngvari þarna á ferðinni.
Mangaður söngvari þarna á ferðinni. Skjáskot/YouTube
Óhætt er að segja að Svíinn Chris Kläfford hafi heillað áhorfendur America‘s Got Talent upp úr skónum, með ábreiðu af laginu Imagine eftir John Lennon.Flutningurinn féll bersýnilega í kramið hjá áhorfendum jafnt og dómurum þáttanna, en Chris fékk standandi lófatak frá öllum viðstöddum.Þá mátti sjá tár á hvarmi hjá þó nokkrum áhorfendum auk þess sem sumir dómaranna virtust hreinlega við það að bresta í grát.Fallegur flutningur og frábært myndband sem sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.