Lífið

Táraflóð eftir töfrum líkastan flutning á Imagine

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mangaður söngvari þarna á ferðinni.
Mangaður söngvari þarna á ferðinni. Skjáskot/YouTube

Óhætt er að segja að Svíinn Chris Kläfford hafi heillað áhorfendur America‘s Got Talent upp úr skónum, með ábreiðu af laginu Imagine eftir John Lennon.

Flutningurinn féll bersýnilega í kramið hjá áhorfendum jafnt og dómurum þáttanna, en Chris fékk standandi lófatak frá öllum viðstöddum.

Þá mátti sjá tár á hvarmi hjá þó nokkrum áhorfendum auk þess sem sumir dómaranna virtust hreinlega við það að bresta í grát.

Fallegur flutningur og frábært myndband sem sjá má hér að neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.