Innlent

Á­ætlað að fram­kvæmdir við Hús ís­lenskunnar hefjist í ágúst

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vinnuskúrar á byggingasvæðinu.
Vinnuskúrar á byggingasvæðinu. framkvæmdasýsla ríkisins

Undirbúningur framkvæmda við Hús íslenskunnar er hafinn og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist formlega um miðjan ágúst.

Þetta kemur fram á vef Framkvæmdasýslu ríkisins en þar segir að fyrsti verkfundur vegna Húss íslenskunnar hafi farið fram í vikunni. Áætlað er að byggingu hússins ljúki á árinu 2023.

Húsið mun standa við Arngrímsgötu 5 í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögð verður áhersla á það á næstu vikum að búa til verkstað í hæsta gæðaflokki á sama tíma og framkvæmdirnar verða skipulagðar.

„Í húsinu verða helstu dýrgripir íslenskrar menningar varðveittir til allrar framtíðar, auk þess sem kennsla og rannsóknir í íslensku munu fara þar fram. Árnastofnun og Háskóli Íslands munu hafa aðsetur í húsinu.

Ístak er aðalverktaki framkvæmdanna, en húsið er byggt samkvæmt endurskoðaðri teikningu arkitektastofunnar Hornsteina,“ segir á vef Framkvæmdasýslu ríkisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.