Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 17:17 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Stöð 2/Egill Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. Bæjarstjóri Akraness furðar sig á ákvörðun stofnunarinnar og segir hana byggða á hæpnum forsendum, einkum í ljósi þess að vegurinn sé lífshættulegur. Vegagerðin áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum, að því er segir í mati Skipulagsstofnunar. Stofnunin komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Þá ákvörðun hyggst Akraneskaupstaður nú kæra. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í samtali við fréttastofu að Akraneskaupstaður og önnur sveitarfélög á Vesturlandi hafi ítrekað bent á að vegurinn sé lífshættulegur, en kæran byggir m.a. á því. Þar er vísað til þess að framkvæmdin hafi afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis og sé ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. „Af þeirri ástæðu viljum við gera allt til að tryggja það að það verði ekki frekari tafir á þessari framkvæmd. Og okkur finnst ákvörðun Skipulagsstofnunar byggja á hæpnum forsendum sem eru ekki rökstuddar nægilega,“ segir Sævar. „Þetta er sömuleiðis ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og það er óskiljanlegt að önnur sjónarmið eru látin ráða för við ákvörðun á matskyldu breikkunar á Vesturlandsvegi þegar það var ekki að gilda til dæmis um Kjalveg, endurbætur á Þingvallaveg eða breikkun á Grindavíkurvegi svo eitthvað sé nefnt.“ Byggðaráð Borgarbyggðar tekur undir þetta sjónarmið í bókun sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag og segist þar styðja kæru bæjarstjórnar Akraness vegna málsins. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að vegafrakvæmdir á Kjalarnesi skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Bent er á að ekki sé um nýtt vegstæði að ræða heldur að miklu leyti verið að breikka eldri veg. „Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum, er óásættanleg vegna mikilvægis þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm,“ segir í bókuninni. Akranes Samgöngur Skipulag Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. Bæjarstjóri Akraness furðar sig á ákvörðun stofnunarinnar og segir hana byggða á hæpnum forsendum, einkum í ljósi þess að vegurinn sé lífshættulegur. Vegagerðin áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum, að því er segir í mati Skipulagsstofnunar. Stofnunin komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Þá ákvörðun hyggst Akraneskaupstaður nú kæra. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í samtali við fréttastofu að Akraneskaupstaður og önnur sveitarfélög á Vesturlandi hafi ítrekað bent á að vegurinn sé lífshættulegur, en kæran byggir m.a. á því. Þar er vísað til þess að framkvæmdin hafi afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis og sé ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. „Af þeirri ástæðu viljum við gera allt til að tryggja það að það verði ekki frekari tafir á þessari framkvæmd. Og okkur finnst ákvörðun Skipulagsstofnunar byggja á hæpnum forsendum sem eru ekki rökstuddar nægilega,“ segir Sævar. „Þetta er sömuleiðis ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og það er óskiljanlegt að önnur sjónarmið eru látin ráða för við ákvörðun á matskyldu breikkunar á Vesturlandsvegi þegar það var ekki að gilda til dæmis um Kjalveg, endurbætur á Þingvallaveg eða breikkun á Grindavíkurvegi svo eitthvað sé nefnt.“ Byggðaráð Borgarbyggðar tekur undir þetta sjónarmið í bókun sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag og segist þar styðja kæru bæjarstjórnar Akraness vegna málsins. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að vegafrakvæmdir á Kjalarnesi skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Bent er á að ekki sé um nýtt vegstæði að ræða heldur að miklu leyti verið að breikka eldri veg. „Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum, er óásættanleg vegna mikilvægis þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm,“ segir í bókuninni.
Akranes Samgöngur Skipulag Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira